Leik lokið: Tindastóll - Haukar 64-72 | Haukar réttu úr kútnum á Króknum Ísak Óli Traustason í Síkinu skrifar 29. október 2015 20:45 vísir/vilhelm Eftir góða byrjun á tímabilinu er Tindastóll búið að tapa tveimur leikjum í röð - í þetta sinn fyrir Haukum á heimavelli. Haukar náðu með sigrinum að koma sér aftur á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð en í fyrra tókst aðeins einu liði að leggja Tindastól að velli á Sauðarkróki í deildakeppninni. Haukar voru með undirtökin í leiknum en Tindastóll náði að minnka muninn í fjögur stig í þriðja leikhluta. Haukar héldu þó út og fögnuðu sætum sigri í leikslok. Heimamenn mættu varla til leiks í fyrsta leikhluta og að loknum fyrsta leikhluta leiddu gestirnir, 26-7. Haukarnir létu boltann ganga vel manna á milli í sókninni, sem endaði oftast með opnu skoti. Þá tóku þeir sömuleiðis fast á Stólnum í varnarleiknum. Heimamenn voru klaufar og áttu margar misheppnaðar sóknir í fyrsta leikhluta. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta og á tímabili leiddu Haukar leikinn, 37-11. Darrell Flake náði þó að laga stöðuna aðeins fyrir heimamenn með smekklegum flautuþristi en staðan að loknum fyrri hálfleik var 40-26, gestunum í vil. Skotnýting heimamanna var þó aðeins 27% í hálfleiknum. Heimamenn virtust vakna til lífs í síðari hálfleik. Finnur Atli fór af vellinum snemma í þriðja leikhluta með fjórar villur og gengu heimamenn á lagið og minnkuðu muninn niður í fimm stig, 48-43. Það fór mikil orka hjá Tindastóli í að elta og komust heimamenn aldrei yfir en náðu þó að minka muninn í tvö stig. Haukarnir áttu hins vegar alltaf svar við leik heimamanna og sigldu sigrinum í höfn í lokin. Haukur Óskarsson var mjög góður í leiknum og skoraði 22 stig. Hann var mjög hreyfanlegur og síógnandi í sóknarleik sinna manna. Boltinn gekk vel hjá liðinu og áttu lykilmenn allir prýðisgóðan leik. Hjá heimamönnum vantaði mikið upp á. Jerome Hill var ágætur í leiknum með 12 stig og 13 fráköst. Aðrir áttu ekki sérstakan dag og voru margir leikmenn ólíkir sjálfum sér í kvöld. Sterkur sigur Haukanna því staðreynd á útivelli og áttu þeir sigurinn skilið. Heimamenn sýndu baráttu og náðu að hleypa spennu í leikinn eftir að Haukar völtuðu gjörsamlega yfir þá í fyrri hálfleik. Bæði lið eru því búin að vinna tvo leiki og tapa tveimur í Domino’s-deildinni.Tindastóll-Haukar 64-72 (7-26, 19-14, 24-16, 14-16)Tindastóll: Jerome Hill 12/13 fráköst, Darrell Flake 12/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 11/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Viðar Ágústsson 3/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Svavar Atli Birgisson 1.Haukar: Haukur Óskarsson 22/5 fráköst, Stephen Michael Madison 15/6 fráköst, Kári Jónsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Barja 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/4 fráköst, Kristinn Jónasson 4/4 fráköst, Kristinn Marinósson 3/6 fráköst, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Hjálmar Stefánsson 0/4 fráköst.Ívar Ásgrímsson.VísirÍvar: Ég er stoltur af strákunum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hrósaði sínum mönnum fyrir góðan leik. „Vörnin var frábær hjá okkur og sóknin líka. Við létum boltann ganga, hittum vel og vorum að fá körfur alls staðar á vellinum“. „Þeir fóru aðeins að pressa á okkur í öðrum leikhluta og fóru að spila grimma vörn. Við bökkuðum aðeins frá og hættum að spila okkar sóknarleik,“ sagði Ívar. Tindastóll komust inn í leikinn á þeim kafla en Ívar að ánægður með það hvernig hans menn brugðust við. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir héldu haus í fjórða leikhluta. Við spiluðum mjög skynsamlega þá - stjórnuðum hraðanum og ég er mjög ánægður með það.“ Ívar var þó ekki sammála blaðamanni um að kæruleysi hefði valdið því að þeir misstu leikinn niður í tveggja stiga mun. „Það var ekki kæruleysi. Við vorum að hitta vel og menn voru kannski að stóla aðeins of mikið á það að skjóta en við löguðum það aðeins í fjórða leikhluta. Um leið og við fengum ró yfir leik okkar þá náðum við að halda þessu.“VísirPieti: Spiluðum ekki vörn Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls, var að vonum svekktur eftir leikinn. Aðspurður út í sóknarleik sinna manna sagði hann: „Þessi leikur snýst ekki bara um sókn. Við spiluðum ekki vörn, hlupum ekki til baka, fengum engin stopp og höfðum engin samskipti inn á vellinum.“ „Þegar maður spilar ekki vörn þá fær maður ekkert flæði í sóknarleikinn,“ sagði Pieti sem hrósaði Haukum fyrir spilamennsku sína í kvöld og óskaði þeim jafnframt til hamingju með sigurinn. „Það er erfitt að elta allan leikinn, við náðum að minka muninn í tvö stig en þá vorum við bara orðnir of þreyttir. Þeir hittu úr sínum skotum og kláruðu leikinn,“ sagði finnski þjálfarinn. „Við þurfum að spila vörn frá upphafi og fá auðveld stig úr hraðaupphlaupum snemma leiks,“ bætti Pieti við að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira
Eftir góða byrjun á tímabilinu er Tindastóll búið að tapa tveimur leikjum í röð - í þetta sinn fyrir Haukum á heimavelli. Haukar náðu með sigrinum að koma sér aftur á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð en í fyrra tókst aðeins einu liði að leggja Tindastól að velli á Sauðarkróki í deildakeppninni. Haukar voru með undirtökin í leiknum en Tindastóll náði að minnka muninn í fjögur stig í þriðja leikhluta. Haukar héldu þó út og fögnuðu sætum sigri í leikslok. Heimamenn mættu varla til leiks í fyrsta leikhluta og að loknum fyrsta leikhluta leiddu gestirnir, 26-7. Haukarnir létu boltann ganga vel manna á milli í sókninni, sem endaði oftast með opnu skoti. Þá tóku þeir sömuleiðis fast á Stólnum í varnarleiknum. Heimamenn voru klaufar og áttu margar misheppnaðar sóknir í fyrsta leikhluta. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta og á tímabili leiddu Haukar leikinn, 37-11. Darrell Flake náði þó að laga stöðuna aðeins fyrir heimamenn með smekklegum flautuþristi en staðan að loknum fyrri hálfleik var 40-26, gestunum í vil. Skotnýting heimamanna var þó aðeins 27% í hálfleiknum. Heimamenn virtust vakna til lífs í síðari hálfleik. Finnur Atli fór af vellinum snemma í þriðja leikhluta með fjórar villur og gengu heimamenn á lagið og minnkuðu muninn niður í fimm stig, 48-43. Það fór mikil orka hjá Tindastóli í að elta og komust heimamenn aldrei yfir en náðu þó að minka muninn í tvö stig. Haukarnir áttu hins vegar alltaf svar við leik heimamanna og sigldu sigrinum í höfn í lokin. Haukur Óskarsson var mjög góður í leiknum og skoraði 22 stig. Hann var mjög hreyfanlegur og síógnandi í sóknarleik sinna manna. Boltinn gekk vel hjá liðinu og áttu lykilmenn allir prýðisgóðan leik. Hjá heimamönnum vantaði mikið upp á. Jerome Hill var ágætur í leiknum með 12 stig og 13 fráköst. Aðrir áttu ekki sérstakan dag og voru margir leikmenn ólíkir sjálfum sér í kvöld. Sterkur sigur Haukanna því staðreynd á útivelli og áttu þeir sigurinn skilið. Heimamenn sýndu baráttu og náðu að hleypa spennu í leikinn eftir að Haukar völtuðu gjörsamlega yfir þá í fyrri hálfleik. Bæði lið eru því búin að vinna tvo leiki og tapa tveimur í Domino’s-deildinni.Tindastóll-Haukar 64-72 (7-26, 19-14, 24-16, 14-16)Tindastóll: Jerome Hill 12/13 fráköst, Darrell Flake 12/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 11/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Viðar Ágústsson 3/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Svavar Atli Birgisson 1.Haukar: Haukur Óskarsson 22/5 fráköst, Stephen Michael Madison 15/6 fráköst, Kári Jónsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Barja 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/4 fráköst, Kristinn Jónasson 4/4 fráköst, Kristinn Marinósson 3/6 fráköst, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Hjálmar Stefánsson 0/4 fráköst.Ívar Ásgrímsson.VísirÍvar: Ég er stoltur af strákunum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hrósaði sínum mönnum fyrir góðan leik. „Vörnin var frábær hjá okkur og sóknin líka. Við létum boltann ganga, hittum vel og vorum að fá körfur alls staðar á vellinum“. „Þeir fóru aðeins að pressa á okkur í öðrum leikhluta og fóru að spila grimma vörn. Við bökkuðum aðeins frá og hættum að spila okkar sóknarleik,“ sagði Ívar. Tindastóll komust inn í leikinn á þeim kafla en Ívar að ánægður með það hvernig hans menn brugðust við. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir héldu haus í fjórða leikhluta. Við spiluðum mjög skynsamlega þá - stjórnuðum hraðanum og ég er mjög ánægður með það.“ Ívar var þó ekki sammála blaðamanni um að kæruleysi hefði valdið því að þeir misstu leikinn niður í tveggja stiga mun. „Það var ekki kæruleysi. Við vorum að hitta vel og menn voru kannski að stóla aðeins of mikið á það að skjóta en við löguðum það aðeins í fjórða leikhluta. Um leið og við fengum ró yfir leik okkar þá náðum við að halda þessu.“VísirPieti: Spiluðum ekki vörn Pieti Poikola, þjálfari Tindastóls, var að vonum svekktur eftir leikinn. Aðspurður út í sóknarleik sinna manna sagði hann: „Þessi leikur snýst ekki bara um sókn. Við spiluðum ekki vörn, hlupum ekki til baka, fengum engin stopp og höfðum engin samskipti inn á vellinum.“ „Þegar maður spilar ekki vörn þá fær maður ekkert flæði í sóknarleikinn,“ sagði Pieti sem hrósaði Haukum fyrir spilamennsku sína í kvöld og óskaði þeim jafnframt til hamingju með sigurinn. „Það er erfitt að elta allan leikinn, við náðum að minka muninn í tvö stig en þá vorum við bara orðnir of þreyttir. Þeir hittu úr sínum skotum og kláruðu leikinn,“ sagði finnski þjálfarinn. „Við þurfum að spila vörn frá upphafi og fá auðveld stig úr hraðaupphlaupum snemma leiks,“ bætti Pieti við að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Sjá meira