Umfjöllun og viðtöl: FSu - Þór Þ. 75-94 | Montrétturinn til Þorlákshafnar Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 29. október 2015 22:00 Raggi Nat og félagar í Þór ætla sér tvo punkta í kvöld. vísir/stefán Þór Þorlákshöfn vann fyrsta Suðurlandsslag úrvalsdeildar karla í sex ár þegar liðið vann FSu í Iðu á Selfossi í kvöld. Liðin héldust að fyrstu þrjá leikhlutina en staðan í hálfleik var 42-40, Þórsurum í vil. Gestirnir úr Þorlákshöfn tóku svo öll völd í fjórða leikhluta og skoruðu þá 30 stig gegn aðeins tólf. FSu hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa í deildinni og ávallt gefið eftir undir lokin. Leikir liðsins hafa þó verið jafnari en þessi í kvöld. Vance Hall skoraði 28 stig fyrir Þór í kvöld en Ragnar Nathanaelsson var með sannkallaða tröllatvennu - 23 stig og 21 frákast. Ragnar Bragason var einnig öflugur með 22 stig. Hjá FSu var Chris Anderson langatkvæðamestur með 36 stig. Chris Caird kom næstu rmeð 12 stig en Ari Gylfason var með tíu. Allir voru þeir með átta fráköst í leiknum. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikið af fólki mætti til að taka þátt í fjörinu. FSu fór betur af stað á fyrstu mínútunum og komst í 10-5 forystu en gestirnir voru ekki lengi að bregðast við og jöfnuðu leikinn. Þór hafði svo náð forystunni áður en fyrsti leikhluti var á enda. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í öðrum leikhluta og stemmningin þeirra megin. FSu kom hins vegar til baka og jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Vance Hall náði samt að skora eina körfu fyrir leikhlé og Þór leiddi í hálfleik, 40-42. Seinni hálfleikur fór vel af stað og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þór náði þó að vera fetinu á undan og leiddi eftir þriðja leikhluta, 64-63. Fjórði leikhlutinn hefur verið vandamál hjá FSu í haust og engin breyting varð á í kvöld. Vance Hall tók málin í sínar hendur og fór fyrir Þórsurum sem unnu að lokum öruggan 21 stigs sigur.FSu-Þór Þ. 75-94 (21-23, 19-19, 23-22, 12-30)FSu: Christopher Anderson 36/8 fráköst, Cristopher Caird 12/8 fráköst, Ari Gylfason 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 9, Gunnar Ingi Harðarson 8/4 fráköst, Birkir Víðisson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Maciej Klimaszewski 0/6 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 28/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 23/21 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 22, Baldur Þór Ragnarsson 9/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.Vance Hall: Eigum margt eftir ólært Vance Hall var maðurinn sem tók málin í sínar hendur í lok leiks þegar FSu og Þór mættust í kvöld en sagði þó að sigurinn væri góður liðssigur. „Þetta var liðssigur. Við byrjuðum frekar flatir en náðum að þjappa okkur saman í lok leiksins og tryggja okkur sigur," sagði Vance sem segir að liðið sé á góðum stað en eigi samt mikið inni. „Við eigum margt eftir ólært en mér líkar vel við liðið og við erum að bæta okkur æi hverjum leik sem er jákvætt," bætti hann við en Hall þykir gæðin í deildinni mikil og leikirnir hraðir og erfiðir. Hann er einnig spenntur fyrir framhaldinu hjá Þórsurum. „Við komum í hvern leik til að bæta okkur og næstu leiki verðum við að mæta og spila okkar leik og halda áfram að spila hörkuvörn."Einar Árni: Frábær fjórði leikhluti Einar Árni var að vonum ánægður með sigurinn í sínum fyrsta Suðurlandsslag. „Ég er virkilega sáttur og upp úr stendur frábær fjórði leikhluti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem langar mikið að vinna sinn fyrsta leik, þannig að ég fer sáttur heim." Einar segir sína menn hafa náð tökum á FSu í seinni hálfleik varnarlega. „Við gáfum þeim full mikið í fyrri hálfleik og þeir voru að sækja á okkur í fráköstum og miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni var ég samt sáttur að fara inn í hálfleikinn með forystu." Hann segir sitt lið enn vera að læra en er þó sáttur við góða sigra í síðustu tveimur leikjum. „Okkur líður vel í dag eftir tvo góða sigra en við erum ungt lið eins og FSu. Við erum ekki með mikla reynslu en eftir tap í fyrstu umferð finnst mér við hafa stigið upp í varnarleik okkar og það er flottur stígandi hjá okkur."Olson: Verðum að trúa á okkur sjálfa Erik Olson, þjálfari FSu, var mjög vonsvikinn með hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki að vinna nógu vel saman og hlutirnir urðu mjög þvingaðir í sókinni hjá okkur í lokin sem varð til þess að við misstum þá frá okkur í lok leiksins." Erik segir erfitt að sætta sig við lokatölurnar miðað við framlag sinna manna fyrstu 30 mínuturnar en fjórði leikhluti hefur verið þeim erfiður í byrjun tímabilsins. "Chris Anderson var mjög góður í kvöld en okkur vantaði meira framlag frá fleirum í lokin. Nú er bara að þétta raðirnar og halda áfram og vinna í okkar veikleikum." Hann segir deildina góða alla leik erfiða en líst vel á framhaldið þrátt fyrir fjóra tapleiki í röð. „Við verðum að trúa á okkur sjálfa, sigrarnir koma ekki sjálfkrafa og við vinnum ekki leiki með því að spila vel í þrjá leikhluta. Við brotnum of auðveldlega undan álagi eins og er í fjórða leikhluta en ef við höldum áfram að vinna í okkar leik og vinnum saman sem heild og trúum á verkefnið þá er allt hægt."Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn vann fyrsta Suðurlandsslag úrvalsdeildar karla í sex ár þegar liðið vann FSu í Iðu á Selfossi í kvöld. Liðin héldust að fyrstu þrjá leikhlutina en staðan í hálfleik var 42-40, Þórsurum í vil. Gestirnir úr Þorlákshöfn tóku svo öll völd í fjórða leikhluta og skoruðu þá 30 stig gegn aðeins tólf. FSu hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa í deildinni og ávallt gefið eftir undir lokin. Leikir liðsins hafa þó verið jafnari en þessi í kvöld. Vance Hall skoraði 28 stig fyrir Þór í kvöld en Ragnar Nathanaelsson var með sannkallaða tröllatvennu - 23 stig og 21 frákast. Ragnar Bragason var einnig öflugur með 22 stig. Hjá FSu var Chris Anderson langatkvæðamestur með 36 stig. Chris Caird kom næstu rmeð 12 stig en Ari Gylfason var með tíu. Allir voru þeir með átta fráköst í leiknum. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikið af fólki mætti til að taka þátt í fjörinu. FSu fór betur af stað á fyrstu mínútunum og komst í 10-5 forystu en gestirnir voru ekki lengi að bregðast við og jöfnuðu leikinn. Þór hafði svo náð forystunni áður en fyrsti leikhluti var á enda. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í öðrum leikhluta og stemmningin þeirra megin. FSu kom hins vegar til baka og jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Vance Hall náði samt að skora eina körfu fyrir leikhlé og Þór leiddi í hálfleik, 40-42. Seinni hálfleikur fór vel af stað og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þór náði þó að vera fetinu á undan og leiddi eftir þriðja leikhluta, 64-63. Fjórði leikhlutinn hefur verið vandamál hjá FSu í haust og engin breyting varð á í kvöld. Vance Hall tók málin í sínar hendur og fór fyrir Þórsurum sem unnu að lokum öruggan 21 stigs sigur.FSu-Þór Þ. 75-94 (21-23, 19-19, 23-22, 12-30)FSu: Christopher Anderson 36/8 fráköst, Cristopher Caird 12/8 fráköst, Ari Gylfason 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 9, Gunnar Ingi Harðarson 8/4 fráköst, Birkir Víðisson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Maciej Klimaszewski 0/6 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 28/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 23/21 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 22, Baldur Þór Ragnarsson 9/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.Vance Hall: Eigum margt eftir ólært Vance Hall var maðurinn sem tók málin í sínar hendur í lok leiks þegar FSu og Þór mættust í kvöld en sagði þó að sigurinn væri góður liðssigur. „Þetta var liðssigur. Við byrjuðum frekar flatir en náðum að þjappa okkur saman í lok leiksins og tryggja okkur sigur," sagði Vance sem segir að liðið sé á góðum stað en eigi samt mikið inni. „Við eigum margt eftir ólært en mér líkar vel við liðið og við erum að bæta okkur æi hverjum leik sem er jákvætt," bætti hann við en Hall þykir gæðin í deildinni mikil og leikirnir hraðir og erfiðir. Hann er einnig spenntur fyrir framhaldinu hjá Þórsurum. „Við komum í hvern leik til að bæta okkur og næstu leiki verðum við að mæta og spila okkar leik og halda áfram að spila hörkuvörn."Einar Árni: Frábær fjórði leikhluti Einar Árni var að vonum ánægður með sigurinn í sínum fyrsta Suðurlandsslag. „Ég er virkilega sáttur og upp úr stendur frábær fjórði leikhluti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem langar mikið að vinna sinn fyrsta leik, þannig að ég fer sáttur heim." Einar segir sína menn hafa náð tökum á FSu í seinni hálfleik varnarlega. „Við gáfum þeim full mikið í fyrri hálfleik og þeir voru að sækja á okkur í fráköstum og miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni var ég samt sáttur að fara inn í hálfleikinn með forystu." Hann segir sitt lið enn vera að læra en er þó sáttur við góða sigra í síðustu tveimur leikjum. „Okkur líður vel í dag eftir tvo góða sigra en við erum ungt lið eins og FSu. Við erum ekki með mikla reynslu en eftir tap í fyrstu umferð finnst mér við hafa stigið upp í varnarleik okkar og það er flottur stígandi hjá okkur."Olson: Verðum að trúa á okkur sjálfa Erik Olson, þjálfari FSu, var mjög vonsvikinn með hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki að vinna nógu vel saman og hlutirnir urðu mjög þvingaðir í sókinni hjá okkur í lokin sem varð til þess að við misstum þá frá okkur í lok leiksins." Erik segir erfitt að sætta sig við lokatölurnar miðað við framlag sinna manna fyrstu 30 mínuturnar en fjórði leikhluti hefur verið þeim erfiður í byrjun tímabilsins. "Chris Anderson var mjög góður í kvöld en okkur vantaði meira framlag frá fleirum í lokin. Nú er bara að þétta raðirnar og halda áfram og vinna í okkar veikleikum." Hann segir deildina góða alla leik erfiða en líst vel á framhaldið þrátt fyrir fjóra tapleiki í röð. „Við verðum að trúa á okkur sjálfa, sigrarnir koma ekki sjálfkrafa og við vinnum ekki leiki með því að spila vel í þrjá leikhluta. Við brotnum of auðveldlega undan álagi eins og er í fjórða leikhluta en ef við höldum áfram að vinna í okkar leik og vinnum saman sem heild og trúum á verkefnið þá er allt hægt."Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn