Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 16:52 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stúdenta komna með leið á því að vera notaðir sem verkfæri í verkfalli en að óbreyttu hefst verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna á fimmtudaginn. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HÍ þar sem umsjónarmenn bygginga skólans eru í SFR. Þeir munu því hvorki opna byggingar HÍ né kennslustofur komi til verkfalls. Hefðbundin kennsla mun því lamast ef frá er talin kennsla í Háskólabíói þar sem umsjónarmaður þeirrar byggingar er ekki í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sagði í samtali við Vísi í seinustu viku að hann myndi virða verkfallsrétt starfsmanna skólans og ekki fara um og opna byggingar og stofur. „Við viljum auðvitað ekki hvetja rektor til þess að standa ekki með sínu starfsfólki sem yfirmaður. Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segir stúdenta vonast til að kjaradeilan leysist sem allra fyrst. „Það er auðvitað fyrirséð að þetta er ekki eini dagurinn sem kennsla mun falla niður. Þetta hefur mikil áhrif á starfsemi skólans og skerðir tvímælalaust nám stúdenta að komast ekki í fyrirlestra. Við hvetjum hins vegar bara kennara að nýta tækifærið ef það kemur til verkfalls og skoða aðrar leiðir til að miðla kennsluefninu, til dæmis með því að taka fyrirlestrana upp og setja þá á netið.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stúdenta komna með leið á því að vera notaðir sem verkfæri í verkfalli en að óbreyttu hefst verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna á fimmtudaginn. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HÍ þar sem umsjónarmenn bygginga skólans eru í SFR. Þeir munu því hvorki opna byggingar HÍ né kennslustofur komi til verkfalls. Hefðbundin kennsla mun því lamast ef frá er talin kennsla í Háskólabíói þar sem umsjónarmaður þeirrar byggingar er ekki í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sagði í samtali við Vísi í seinustu viku að hann myndi virða verkfallsrétt starfsmanna skólans og ekki fara um og opna byggingar og stofur. „Við viljum auðvitað ekki hvetja rektor til þess að standa ekki með sínu starfsfólki sem yfirmaður. Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segir stúdenta vonast til að kjaradeilan leysist sem allra fyrst. „Það er auðvitað fyrirséð að þetta er ekki eini dagurinn sem kennsla mun falla niður. Þetta hefur mikil áhrif á starfsemi skólans og skerðir tvímælalaust nám stúdenta að komast ekki í fyrirlestra. Við hvetjum hins vegar bara kennara að nýta tækifærið ef það kemur til verkfalls og skoða aðrar leiðir til að miðla kennsluefninu, til dæmis með því að taka fyrirlestrana upp og setja þá á netið.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent