Áleitinn, kraftmikill og jafnvel lágstemmdur djass 13. október 2015 09:45 Félagarnir í Q56 ætla bæði að taka gamla standarda og spánýtt efni. Kvartettinn Q56 kemur fram á djasskvöldi á Kexi Hosteli á Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudaginn 13. október. Þar ætlar hann að vera með áleitinn og kraftmikinn en líka jafnvel lágstemmdan djass, að sögn Kára Ibsen trommuleikara. „Þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, sem á annað borð fíla djass,“ segir hann og lofar að sígræn amerísk sönglög og spánýtt efni, ættað frá löndum beggja vegna Atlantshafsins, verði á boðstólum. Auk Kára skipa kvartettinn þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Steinar Sigurðarson á saxófón og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Kári segir kvartettinn hafa verið til allt frá aldamótum. „Við Steinar höfum verið með allan tímann, aðrir hafa aðeins verið rokkandi, Þorgrímur fór til dæmis í nám erlendis á tímabili og aðrir hlupu í skarðið. En það verður enginn ríkur á að spila djass. Við gerum þetta mest ánægjunnar vegna. Það er ekki þannig að djassarar hittist þegar þeir eru orðnir blankir og ákveði að taka svosem eitt gigg til að bæta fjárhaginn.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvartettinn Q56 kemur fram á djasskvöldi á Kexi Hosteli á Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudaginn 13. október. Þar ætlar hann að vera með áleitinn og kraftmikinn en líka jafnvel lágstemmdan djass, að sögn Kára Ibsen trommuleikara. „Þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, sem á annað borð fíla djass,“ segir hann og lofar að sígræn amerísk sönglög og spánýtt efni, ættað frá löndum beggja vegna Atlantshafsins, verði á boðstólum. Auk Kára skipa kvartettinn þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Steinar Sigurðarson á saxófón og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Kári segir kvartettinn hafa verið til allt frá aldamótum. „Við Steinar höfum verið með allan tímann, aðrir hafa aðeins verið rokkandi, Þorgrímur fór til dæmis í nám erlendis á tímabili og aðrir hlupu í skarðið. En það verður enginn ríkur á að spila djass. Við gerum þetta mest ánægjunnar vegna. Það er ekki þannig að djassarar hittist þegar þeir eru orðnir blankir og ákveði að taka svosem eitt gigg til að bæta fjárhaginn.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira