Áleitinn, kraftmikill og jafnvel lágstemmdur djass 13. október 2015 09:45 Félagarnir í Q56 ætla bæði að taka gamla standarda og spánýtt efni. Kvartettinn Q56 kemur fram á djasskvöldi á Kexi Hosteli á Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudaginn 13. október. Þar ætlar hann að vera með áleitinn og kraftmikinn en líka jafnvel lágstemmdan djass, að sögn Kára Ibsen trommuleikara. „Þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, sem á annað borð fíla djass,“ segir hann og lofar að sígræn amerísk sönglög og spánýtt efni, ættað frá löndum beggja vegna Atlantshafsins, verði á boðstólum. Auk Kára skipa kvartettinn þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Steinar Sigurðarson á saxófón og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Kári segir kvartettinn hafa verið til allt frá aldamótum. „Við Steinar höfum verið með allan tímann, aðrir hafa aðeins verið rokkandi, Þorgrímur fór til dæmis í nám erlendis á tímabili og aðrir hlupu í skarðið. En það verður enginn ríkur á að spila djass. Við gerum þetta mest ánægjunnar vegna. Það er ekki þannig að djassarar hittist þegar þeir eru orðnir blankir og ákveði að taka svosem eitt gigg til að bæta fjárhaginn.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kvartettinn Q56 kemur fram á djasskvöldi á Kexi Hosteli á Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudaginn 13. október. Þar ætlar hann að vera með áleitinn og kraftmikinn en líka jafnvel lágstemmdan djass, að sögn Kára Ibsen trommuleikara. „Þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, sem á annað borð fíla djass,“ segir hann og lofar að sígræn amerísk sönglög og spánýtt efni, ættað frá löndum beggja vegna Atlantshafsins, verði á boðstólum. Auk Kára skipa kvartettinn þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Steinar Sigurðarson á saxófón og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Kári segir kvartettinn hafa verið til allt frá aldamótum. „Við Steinar höfum verið með allan tímann, aðrir hafa aðeins verið rokkandi, Þorgrímur fór til dæmis í nám erlendis á tímabili og aðrir hlupu í skarðið. En það verður enginn ríkur á að spila djass. Við gerum þetta mest ánægjunnar vegna. Það er ekki þannig að djassarar hittist þegar þeir eru orðnir blankir og ákveði að taka svosem eitt gigg til að bæta fjárhaginn.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira