Umskiptin með ólíkindum Magnús Guðmundsson skrifar 13. október 2015 11:15 Jón Sigurðsson píanóleikari Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira