Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2015 16:45 Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Daníel Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“ Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“
Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50