Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. október 2015 19:30 Bjarni Benediktsson vísir/pjetur Bjarni Benediktsson segir ekki til umræðu að setja lög á verkfall sjúkraliða Landlæknir sagði í gær óforsvaranlegt að fólk beiti fyrir sig sjúklingum endurtekið í verkföllum. Formaður sjúkraliðafélagsins lét landlækni hafa það óþvegið á tröppum stjórnarráðsins í morgun og sakaði hann um kvenfyrirlitningu. Tilboð ríkisins frá því í fyrradag er en á borðinu í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða, landssambands lögreglumanna og ríkisins. Bjarni Benediktsson segir að í því felist að ræddar verði hugmyndir um að koma í veg fyrir að sú staða sem hafi byggst upp á undanförnum tveimur árum, komi upp aftur í kjaraviðræðum. „Við getum ekki tekið aðra svona lotu,“ sagði Bjarni og bætti við að það þyrfti að breyta verklaginu og rammanum fyrir vinnumarkaðinn á Íslandi . Þá segir hann það skilyrði að áralöngu samtali um endurbætur á lífeyriskerfinu ljúki.Lítil samstaða verkalýðsfélaga Bjarni segist hafa vissan skilning á því að þessar stéttir sem nú eru í verkfalli eða við samningaborðið vilji fá sömu kjarabætur og aðrir hafi fengið í samningum. Það sé þó vandamál í þessari samningalotu að það sé lítið samstaða milli félaga um annað en að þau vilji miklar hækkanir um á tugi prósenta. Ríkið sé á sama tíma að reyna að tryggja stöðugleika og það skipti máli fyrir heimilin í landinu að hér komi ekki mikil verðbólga og háir vextir. Lögreglumenn veiktust af samstöðupest og annan föstudaginn í röð var ófremdarástand hjá lögreglunni vegna fjarvista. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist ekki sátt við þessar aðferðir lögreglunnar fyrir framan stjórnarráðið.. Verkfallsfólk og löggæslufólk sem var mætt fyrir utan stjórnarráðið sló hring utan um stjórnarráðið í lok fundar. Tók það í gjörgæslu eins og það var orðað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Bjarni Benediktsson segir ekki til umræðu að setja lög á verkfall sjúkraliða Landlæknir sagði í gær óforsvaranlegt að fólk beiti fyrir sig sjúklingum endurtekið í verkföllum. Formaður sjúkraliðafélagsins lét landlækni hafa það óþvegið á tröppum stjórnarráðsins í morgun og sakaði hann um kvenfyrirlitningu. Tilboð ríkisins frá því í fyrradag er en á borðinu í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða, landssambands lögreglumanna og ríkisins. Bjarni Benediktsson segir að í því felist að ræddar verði hugmyndir um að koma í veg fyrir að sú staða sem hafi byggst upp á undanförnum tveimur árum, komi upp aftur í kjaraviðræðum. „Við getum ekki tekið aðra svona lotu,“ sagði Bjarni og bætti við að það þyrfti að breyta verklaginu og rammanum fyrir vinnumarkaðinn á Íslandi . Þá segir hann það skilyrði að áralöngu samtali um endurbætur á lífeyriskerfinu ljúki.Lítil samstaða verkalýðsfélaga Bjarni segist hafa vissan skilning á því að þessar stéttir sem nú eru í verkfalli eða við samningaborðið vilji fá sömu kjarabætur og aðrir hafi fengið í samningum. Það sé þó vandamál í þessari samningalotu að það sé lítið samstaða milli félaga um annað en að þau vilji miklar hækkanir um á tugi prósenta. Ríkið sé á sama tíma að reyna að tryggja stöðugleika og það skipti máli fyrir heimilin í landinu að hér komi ekki mikil verðbólga og háir vextir. Lögreglumenn veiktust af samstöðupest og annan föstudaginn í röð var ófremdarástand hjá lögreglunni vegna fjarvista. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist ekki sátt við þessar aðferðir lögreglunnar fyrir framan stjórnarráðið.. Verkfallsfólk og löggæslufólk sem var mætt fyrir utan stjórnarráðið sló hring utan um stjórnarráðið í lok fundar. Tók það í gjörgæslu eins og það var orðað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Uppselt á bráðamóttökuna Fólk hefur þurft að snúa frá bráðamóttöku Landspítalans vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 19:24
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04