Einn reyndasti menningarblaðamaður landsins blekktur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2015 12:39 Friðrika Benónýsdóttir Rithöfundur bókarinnar Lausnin, Eva Magnúsdóttir, skrifar undir dulnefni samkvæmt skráningu bókarinnar í bókasafnskerfinu Gegni. Slíkar upplýsingar er hins vegar ekki að finna á kápu bókarinnar né gaf kynningarfulltrúi Forlagsins Friðriku Benónýsdóttur, blaðamanni Fréttatímans, þær upplýsingar í té en viðtal við „Evu“ birtist í Fréttatímanum á föstudaginn. Friðrika er einn reyndasti menningarblaðamaður landsins en hún var meðal annars menningarritstjóri Fréttablaðsins um árabil og hefur gagnrýnt bækur í bókmenntaþættinum Kiljunni. Höfundurinn gefur ekkert upp um dulnefnið í umræddu viðtali og segir meðal annars, aðspurður hver hann sé: „Ég er 26 ára núna, 27 bráðum. Foreldrar mínir kynntust á skemmtiferðaskipi á Miðjarðarhafinu og ári síðar fæddist ég. Pabbi er norskur og mamma íslensk, ég er uppalin hér og þar í Noregi, aðallega í Osló. Foreldrar mínir skildu, ég bjó áfram með mömmu í Noregi og Hollandi en hef verið mikið á Íslandi, alltaf átt vini á Íslandi og heimsótt þá og þeir mig.“Bókarkápa Lausnarinnar.Segist ekki hafa vitað að um dulnefni væri að ræða Þá var jafnframt bent á það á bókmenntavefnum Druslubækur og doðrantar í gær að myndin af Evu sem birtist með viðtalinu í Fréttatímanum væri tekin af netinu. Árni Þór Árnason, kynningarfulltrúi Forlagsins, sendi Friðriku myndina af Evu. Friðrika vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því en haft er eftir henni á vef DV að hún hafi farið í gegnum kynningarfulltrúa Forlagsins og ekki treyst öðru en að þeir væru að segja henni satt. Þá kvaðst hún aldrei hafa lent í öðru eins. Kynningarfulltrúinn, Árni Þór, segist í samtali við Vísi ekki vita betur en að Eva Magnúsdóttir sé Eva Magnúsdóttir. Þá þvertekur hann fyrir að það sé hluti af kynningarherferð bókarinnar að hafa ekki upplýst Fréttatímann um að Eva Magnúsdóttir væri dulnefni. Hann hafi ekki vitað að svo væri. „Það sem ég fékk til umráða var netfang og þær upplýsingar að höfundurinn myndi ekki koma til landsins. Það er „common practice“ að ég tala bara við höfunda í gegnum netföng“ Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann sé bundinn trúnaði við höfund og geti ekki tjáð sig um málið. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rithöfundur bókarinnar Lausnin, Eva Magnúsdóttir, skrifar undir dulnefni samkvæmt skráningu bókarinnar í bókasafnskerfinu Gegni. Slíkar upplýsingar er hins vegar ekki að finna á kápu bókarinnar né gaf kynningarfulltrúi Forlagsins Friðriku Benónýsdóttur, blaðamanni Fréttatímans, þær upplýsingar í té en viðtal við „Evu“ birtist í Fréttatímanum á föstudaginn. Friðrika er einn reyndasti menningarblaðamaður landsins en hún var meðal annars menningarritstjóri Fréttablaðsins um árabil og hefur gagnrýnt bækur í bókmenntaþættinum Kiljunni. Höfundurinn gefur ekkert upp um dulnefnið í umræddu viðtali og segir meðal annars, aðspurður hver hann sé: „Ég er 26 ára núna, 27 bráðum. Foreldrar mínir kynntust á skemmtiferðaskipi á Miðjarðarhafinu og ári síðar fæddist ég. Pabbi er norskur og mamma íslensk, ég er uppalin hér og þar í Noregi, aðallega í Osló. Foreldrar mínir skildu, ég bjó áfram með mömmu í Noregi og Hollandi en hef verið mikið á Íslandi, alltaf átt vini á Íslandi og heimsótt þá og þeir mig.“Bókarkápa Lausnarinnar.Segist ekki hafa vitað að um dulnefni væri að ræða Þá var jafnframt bent á það á bókmenntavefnum Druslubækur og doðrantar í gær að myndin af Evu sem birtist með viðtalinu í Fréttatímanum væri tekin af netinu. Árni Þór Árnason, kynningarfulltrúi Forlagsins, sendi Friðriku myndina af Evu. Friðrika vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því en haft er eftir henni á vef DV að hún hafi farið í gegnum kynningarfulltrúa Forlagsins og ekki treyst öðru en að þeir væru að segja henni satt. Þá kvaðst hún aldrei hafa lent í öðru eins. Kynningarfulltrúinn, Árni Þór, segist í samtali við Vísi ekki vita betur en að Eva Magnúsdóttir sé Eva Magnúsdóttir. Þá þvertekur hann fyrir að það sé hluti af kynningarherferð bókarinnar að hafa ekki upplýst Fréttatímann um að Eva Magnúsdóttir væri dulnefni. Hann hafi ekki vitað að svo væri. „Það sem ég fékk til umráða var netfang og þær upplýsingar að höfundurinn myndi ekki koma til landsins. Það er „common practice“ að ég tala bara við höfunda í gegnum netföng“ Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann sé bundinn trúnaði við höfund og geti ekki tjáð sig um málið.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira