Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. október 2015 07:00 Á baráttufundi þriggja stærstu félaga BSRB í Háskólabíói um miðjan september. Fréttablaðið/Anton Samræming lífeyrisréttinda og áhrif launaskriðs á kjör opinberra starfsmanna eru helstu þröskuldarnir í vegi sáttar um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd við gerð kjarasamninga hér á landi. Unnið er að lausn bæði bráðavanda í kjaraviðræðum við opinbera starfsmenn og nýju framtíðarskipulagi samningaviðræðna á vettvangi svonefnds SALEK-hóps, samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Starfið fer fram í skugga þess að kjaraviðræður þriggja stærstu aðildarfélaga BSRB við ríkið hafa siglt í strand og verkfall verið samþykkt frá og með miðjum október hjá sjúkraliðum og félögum SRF.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir í fréttabréfi sambandsins í gær grafalvarlega þá stöðu sem uppi sé á vinnumarkaði, þar sem verkföll vofi yfir og þeir hópar opinberra starfsmanna sem ekki hafi enn samið, geri kröfu um sambærilegar launahækkanir og gerðardómur hafi úthlutað hjúkrunarfræðingum í ágúst. „Stöðugt koma nýir hópar sem gera tilkall til sanngjarnra leiðréttinga og stutt er í að þeir hópar sem lögðu af stað fyrir nokkrum mánuðum banki aftur upp á með kröfur um frekari leiðréttingar,“ segir hann. Í viðleitni til að stöðva þessa hringrás áður en í óefni sé komið, hafi forystumenn heildarsamtaka á vinnumarkaði reynt að ná samstöðu um ramma að þróun kjaramála. „Byggt á reynslu félaga okkar á Norðurlöndunum er nokkuð almennur skilningur á meginútlínum slíks samningalíkans.“ Gylfi bendir á að á hinum Norðurlöndunum hafi lausnin reynst vera að jafna lífeyrisréttindi og tryggja opinberum starfsmönnum sambærilega launaþróun að teknu tilliti til launaskriðs. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að takist ekki að ná tökum á og stöðva það „höfrungahlaup“ sem í gangi sé á vinnumarkaði kunni mikill efnahagsvandi að verða uppi innan tveggja til þriggja ára. Ljóst sé að ávinningur kjarasamninga hverfi þá að stórum hluta í hefðbundið bál verðbólgu og gengislækkun krónunnar. „Þess vegna er mjög rík skylda á aðilum að setjast yfir þetta sameiginlega, bæði hvernig við leysum bráðavandann nú varðandi misræmi í launaþróun og hvernig við getum mögulega nýtt lífeyrismálin og samræmingu þeirra til þess að vinna með okkur,“ segir hann. Um leið þurfi að vinna nýtt vinnumarkaðslíkan til þess að koma í veg fyrir að svona staða endurtaki sig. Norræna leiðinÍ grófum dráttum gengur norræna nálgunin að kjarasamningum út á að í upphafi koma aðilar hins almenna vinnumarkaðar sér saman um hvaða svigrúm sé til launahækkana í samfélaginu og er þá miðað við stöðu helstu útflutningsatvinnuvega, hagvöxt og efnahagshorfur. Í framhaldi af því ljúka félögin á almenna markaðnum samningum. Ári síðar eru svo lausir samningar hjá hinu opinbera og miða þeir við sömu stærðir, en opinberi markaðurinn nýtur svo jafnframt tryggingar verði launaskrið á almenna markaðnum þannig að opinberir starfsmenn sitji ekki eftir. Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Samræming lífeyrisréttinda og áhrif launaskriðs á kjör opinberra starfsmanna eru helstu þröskuldarnir í vegi sáttar um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd við gerð kjarasamninga hér á landi. Unnið er að lausn bæði bráðavanda í kjaraviðræðum við opinbera starfsmenn og nýju framtíðarskipulagi samningaviðræðna á vettvangi svonefnds SALEK-hóps, samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Starfið fer fram í skugga þess að kjaraviðræður þriggja stærstu aðildarfélaga BSRB við ríkið hafa siglt í strand og verkfall verið samþykkt frá og með miðjum október hjá sjúkraliðum og félögum SRF.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir í fréttabréfi sambandsins í gær grafalvarlega þá stöðu sem uppi sé á vinnumarkaði, þar sem verkföll vofi yfir og þeir hópar opinberra starfsmanna sem ekki hafi enn samið, geri kröfu um sambærilegar launahækkanir og gerðardómur hafi úthlutað hjúkrunarfræðingum í ágúst. „Stöðugt koma nýir hópar sem gera tilkall til sanngjarnra leiðréttinga og stutt er í að þeir hópar sem lögðu af stað fyrir nokkrum mánuðum banki aftur upp á með kröfur um frekari leiðréttingar,“ segir hann. Í viðleitni til að stöðva þessa hringrás áður en í óefni sé komið, hafi forystumenn heildarsamtaka á vinnumarkaði reynt að ná samstöðu um ramma að þróun kjaramála. „Byggt á reynslu félaga okkar á Norðurlöndunum er nokkuð almennur skilningur á meginútlínum slíks samningalíkans.“ Gylfi bendir á að á hinum Norðurlöndunum hafi lausnin reynst vera að jafna lífeyrisréttindi og tryggja opinberum starfsmönnum sambærilega launaþróun að teknu tilliti til launaskriðs. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að takist ekki að ná tökum á og stöðva það „höfrungahlaup“ sem í gangi sé á vinnumarkaði kunni mikill efnahagsvandi að verða uppi innan tveggja til þriggja ára. Ljóst sé að ávinningur kjarasamninga hverfi þá að stórum hluta í hefðbundið bál verðbólgu og gengislækkun krónunnar. „Þess vegna er mjög rík skylda á aðilum að setjast yfir þetta sameiginlega, bæði hvernig við leysum bráðavandann nú varðandi misræmi í launaþróun og hvernig við getum mögulega nýtt lífeyrismálin og samræmingu þeirra til þess að vinna með okkur,“ segir hann. Um leið þurfi að vinna nýtt vinnumarkaðslíkan til þess að koma í veg fyrir að svona staða endurtaki sig. Norræna leiðinÍ grófum dráttum gengur norræna nálgunin að kjarasamningum út á að í upphafi koma aðilar hins almenna vinnumarkaðar sér saman um hvaða svigrúm sé til launahækkana í samfélaginu og er þá miðað við stöðu helstu útflutningsatvinnuvega, hagvöxt og efnahagshorfur. Í framhaldi af því ljúka félögin á almenna markaðnum samningum. Ári síðar eru svo lausir samningar hjá hinu opinbera og miða þeir við sömu stærðir, en opinberi markaðurinn nýtur svo jafnframt tryggingar verði launaskrið á almenna markaðnum þannig að opinberir starfsmenn sitji ekki eftir.
Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira