Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. október 2015 15:33 Brúnni yfir Eldvatn hefur verið lokað. Vísir/Vilhelm Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. „Svo virðist sem undirstöður brúarinnar hafi veikst töluvert undanfarnar klukkustundir, þannig að brúin er ekki lengur traust. Við viljum benda þeim sem þurfa að fara um Skaftártungur að opið er um afleggjarann við Laufskálavörðu,“ stendur í færslu lögreglunnar á Facebook. „Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þetta gerðist tiltölulega hratt hérna í dag.“ Hann sér ekki fram á fleiri lokanir í bili. Sveinn segir rennsli vera að aukast úti á hrauninu en að hlaupið sé sjálft í rénun. „Það hefur allt gengið eins og í sögu hingað til. Fólk er mikið að koma að kíkja á þetta en það fer varlega,“ segir hann spurður um hvort nokkur hafi stefnt sér í hættu til að skoða beljandi fljótið. Hann vill beina því til allra sem á faraldsfæti eru að fara varlega um svæðið. Mikill straumur ferðamanna var niður að Eldvatni í gær. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi. Svo vir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, October 3, 2015 Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. „Svo virðist sem undirstöður brúarinnar hafi veikst töluvert undanfarnar klukkustundir, þannig að brúin er ekki lengur traust. Við viljum benda þeim sem þurfa að fara um Skaftártungur að opið er um afleggjarann við Laufskálavörðu,“ stendur í færslu lögreglunnar á Facebook. „Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þetta gerðist tiltölulega hratt hérna í dag.“ Hann sér ekki fram á fleiri lokanir í bili. Sveinn segir rennsli vera að aukast úti á hrauninu en að hlaupið sé sjálft í rénun. „Það hefur allt gengið eins og í sögu hingað til. Fólk er mikið að koma að kíkja á þetta en það fer varlega,“ segir hann spurður um hvort nokkur hafi stefnt sér í hættu til að skoða beljandi fljótið. Hann vill beina því til allra sem á faraldsfæti eru að fara varlega um svæðið. Mikill straumur ferðamanna var niður að Eldvatni í gær. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi. Svo vir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, October 3, 2015
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47