Handfylli ljóða úr hverri bók Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2015 10:15 "Ég fór að safna saman því sem ég hafði birt í tímritum og bókum og þegar ég fletti þeirri heildarmöppu sá ég að orðið eilífð kom þar nokkrum sinnum fyrir,“ segir Kristian. Vísir/Pjetur „Fyrsta bókin mín, Afturgöngur, kom út árið 1995. Eilífðir er sú ellefta í röðinni og í henni er handfylli af ljóðum úr hverri bók sem komið hefur út á ferlinum. Titillinn Eilífðir? Ég sá fyrir mér að orðið mundi líta vel út og konan mín, hún Sigurbjörg Sæmundsdóttir, bjó til kápumyndina sem smellpassar við. Þetta er kápa sem hægt er að hverfa inn í, maður skynjar einhverja eilífðarpælingu í henni.“ Kristian kveðst hafa safnað ljóðum sem birst höfðu hér og þar í sérstaka möppu og beðið fólk sem hann þekkti og treysti að velja þar 100 bestu ljóðin. „Að stórum hluta var fólk sammála og svo endurskoðaði ég valið og skar ljóðafjöldann niður í 80.“ Það er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sem gefur Eilífðir út, enda hefur Kristian búið á Héraði í tvö ár en er nýfluttur suður. Hann segir blómlegt starf í ljóðakreðsunni fyrir austan og uppbyggilegt andrúmsloft. „Félagið heldur reglulega fundi og talsvert er um viðburði og upplestra þar sem öllum er boðið. Þar mætir fjölbreytilegur hópur á öllum aldri. Mér finnst gagnleg reynsla að lesa upp fyrir fólk með ólíkan bakgrunn og fá athugasemdir og uppbyggilega gagnrýni. Það var bara gott að komast út í sveit þar sem allir heilsast og bjóða góðan dag, allt er í göngufæri og lífið er afslappað.“Kvöldstundeinmana skýsigldi inní blóðrauðanhimininnog kastaði akkerinuþar sem sólinhafði stungið sérá kaf Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Fyrsta bókin mín, Afturgöngur, kom út árið 1995. Eilífðir er sú ellefta í röðinni og í henni er handfylli af ljóðum úr hverri bók sem komið hefur út á ferlinum. Titillinn Eilífðir? Ég sá fyrir mér að orðið mundi líta vel út og konan mín, hún Sigurbjörg Sæmundsdóttir, bjó til kápumyndina sem smellpassar við. Þetta er kápa sem hægt er að hverfa inn í, maður skynjar einhverja eilífðarpælingu í henni.“ Kristian kveðst hafa safnað ljóðum sem birst höfðu hér og þar í sérstaka möppu og beðið fólk sem hann þekkti og treysti að velja þar 100 bestu ljóðin. „Að stórum hluta var fólk sammála og svo endurskoðaði ég valið og skar ljóðafjöldann niður í 80.“ Það er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sem gefur Eilífðir út, enda hefur Kristian búið á Héraði í tvö ár en er nýfluttur suður. Hann segir blómlegt starf í ljóðakreðsunni fyrir austan og uppbyggilegt andrúmsloft. „Félagið heldur reglulega fundi og talsvert er um viðburði og upplestra þar sem öllum er boðið. Þar mætir fjölbreytilegur hópur á öllum aldri. Mér finnst gagnleg reynsla að lesa upp fyrir fólk með ólíkan bakgrunn og fá athugasemdir og uppbyggilega gagnrýni. Það var bara gott að komast út í sveit þar sem allir heilsast og bjóða góðan dag, allt er í göngufæri og lífið er afslappað.“Kvöldstundeinmana skýsigldi inní blóðrauðanhimininnog kastaði akkerinuþar sem sólinhafði stungið sérá kaf
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira