Er ráðherrann ekki á förum? Páll Magnússon skrifar 7. október 2015 07:00 Nú er liðið eitt sumar síðan upplýst var að menntamálaráðherra bað um og fékk persónulegan fjárstuðning frá aðila sem hann síðan veitti pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í Kína. Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta. Sjálf skilgreiningin, sem OECD og fleiri alþjóðlegar stofnanir nota á fyrirbærinu, felur í sér verknaðarlýsingu á því sem ráðherrann gerði: „Misnotkun stjórnvalds eða pólitískra ráðamanna á valdi sínu og áhrifum fyrir ólögmætan, venjulega leynilegan, persónulegan ávinning.“ Þetta er kjarni málsins og vegna þessa hlýtur ráðherrann að víkja – líka frá þingmennsku – þótt annað kæmi ekki til. Ef ráðherrann ratar ekki sjálfur út hlýtur formaður Sjálfstæðisflokksins að vísa honum veginn. Það er ekki gæfulegt, hvorki fyrir flokkinn né ríkisstjórnina, að sigla inn í seinni hluta kjörtímabils og aðdraganda kosninga með þetta spillingarbrak óbundið í lestinni. Við þetta bætist síðan að ráðherrann sagði opinberlega og vísvitandi ósatt þegar hann hélt því fram í viðtali við Fréttablaðið 9. apríl sl. að tenging hans við þennan aðila væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og að hann hefði engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta gagnvart honum lengur. Hvorttveggja var og er ósatt. Og enn bættist í köstinn um daginn þegar fjölmiðillinn Stundin upplýsti að ofan á allt annað hefði ráðherrann einnig fengið persónulega lánafyrirgreiðslu upp á 3 milljónir króna frá sama aðila, án þess að upplýsa um það eins og lög gera ráð fyrir. Miðillinn segist hafa þráspurt ráðherrann um þessi mál – þrettán sinnum – en hann kjósi að svara engu og setji það skilyrði fyrir viðtölum við fjölmiðla um önnur mál, að ekki verði spurt um þetta! Þögn ráðherrans er skiljanleg. Honum væri þó hollt að minnast þeirrar meginreglu að ráðherrar á Vesturlöndum geta yfirleitt ekki þagað neitt í hel nema sjálfa sig. Og þótt ráðherranum hafi tekist að koma sér undan því að svara fjölmiðlum allan þennan tíma, svo undarlegt sem það nú er og má heita mikil lítilþægni af þeirra hálfu, þá kemst hann varla undan því að svara fyrir málið á Alþingi eða Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem stendur fyrir dyrum. Nema þá að þessar stofnanir leggist í samræmda meðvirkni með ráðherranum og spyrji einskis. Sömuleiðis hlýtur Umboðsmaður Alþingis að taka málið upp þar sem fyrir liggja sterkar vísbendingar um brot menntamálaráðherra á hegningarlagaákvæðum um mútuþægni.Undarleg þögn Utan við efni málsins, en tengd því, er hin hjákátlega þögn sem umlykur það af hálfu þeirra sem tíðast skrifa um samfélagsmál í dagblöð og netmiðla. Ekki hefur heyrst hósti né stuna frá þessum annars sískrifandi 5-6 einstaklingum. Þó hefur pólitísk spilling á Íslandi sjaldan birst jafn hrein og kristaltær og í ofangreindu tilviki. Sumir þessara skriffinna görguðu sig t.d. hása mánuðum saman út af máli Hönnu Birnu. Hún gat þó að ákveðnu marki afsakað sig með mistökum, dómgreindarleysi, reynsluleysi og misvitrum aðstoðarmönnum og ráðgjöfum. Engu slíku er til að dreifa í máli menntamálaráðherra. Þar stendur spillingin ein og hrein og hefur ekkert skjól af mistökum eða dómgreindarleysi; þetta var úthugsaður og einbeittur ásetningur ráðherra um pólitískan greiða fyrir persónulegan. Samt heyrist ekki múkk í hinni málglöðu intelligensíu. Það er svo sem í góðu samræmi við þau margtuggðu vísdómsorð Laxness að Íslendingar „…?leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ En hvernig skyldi standa á því að þessir vandlætarar líta undan og blístra þegar spillingin stendur allsber og starir beint í augun á þeim? Er það vegna kunningsskapar eða vináttu við hinn geðþekka og kúltíveraða ráðherra, sem sækir sömu konserta og kaffihús – og spilar auk þess fallega á píanó? Sem sagt: „Einn af okkur.“ Eða er það kannski fremur vegna þess að álitsgjafarnir geta margir hverjir haft hag og gagn af því, beint eða óbeint, að vera á góðum talfæti við menntamálaráðherra á hverjum tíma? Siðferðiskröfurnar séu afstæðar – fari eftir því hver á í hlut? Þeir hefðu t.d. aldeilis fengið að kenna á því frá þessum mönnum Sigmundur Davíð eða Bjarni Ben. eða Gunnar Bragi ef þeir hefðu gengið fram með þessum hætti. En ekki menntamálaráðherrann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðið eitt sumar síðan upplýst var að menntamálaráðherra bað um og fékk persónulegan fjárstuðning frá aðila sem hann síðan veitti pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í Kína. Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta. Sjálf skilgreiningin, sem OECD og fleiri alþjóðlegar stofnanir nota á fyrirbærinu, felur í sér verknaðarlýsingu á því sem ráðherrann gerði: „Misnotkun stjórnvalds eða pólitískra ráðamanna á valdi sínu og áhrifum fyrir ólögmætan, venjulega leynilegan, persónulegan ávinning.“ Þetta er kjarni málsins og vegna þessa hlýtur ráðherrann að víkja – líka frá þingmennsku – þótt annað kæmi ekki til. Ef ráðherrann ratar ekki sjálfur út hlýtur formaður Sjálfstæðisflokksins að vísa honum veginn. Það er ekki gæfulegt, hvorki fyrir flokkinn né ríkisstjórnina, að sigla inn í seinni hluta kjörtímabils og aðdraganda kosninga með þetta spillingarbrak óbundið í lestinni. Við þetta bætist síðan að ráðherrann sagði opinberlega og vísvitandi ósatt þegar hann hélt því fram í viðtali við Fréttablaðið 9. apríl sl. að tenging hans við þennan aðila væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og að hann hefði engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta gagnvart honum lengur. Hvorttveggja var og er ósatt. Og enn bættist í köstinn um daginn þegar fjölmiðillinn Stundin upplýsti að ofan á allt annað hefði ráðherrann einnig fengið persónulega lánafyrirgreiðslu upp á 3 milljónir króna frá sama aðila, án þess að upplýsa um það eins og lög gera ráð fyrir. Miðillinn segist hafa þráspurt ráðherrann um þessi mál – þrettán sinnum – en hann kjósi að svara engu og setji það skilyrði fyrir viðtölum við fjölmiðla um önnur mál, að ekki verði spurt um þetta! Þögn ráðherrans er skiljanleg. Honum væri þó hollt að minnast þeirrar meginreglu að ráðherrar á Vesturlöndum geta yfirleitt ekki þagað neitt í hel nema sjálfa sig. Og þótt ráðherranum hafi tekist að koma sér undan því að svara fjölmiðlum allan þennan tíma, svo undarlegt sem það nú er og má heita mikil lítilþægni af þeirra hálfu, þá kemst hann varla undan því að svara fyrir málið á Alþingi eða Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem stendur fyrir dyrum. Nema þá að þessar stofnanir leggist í samræmda meðvirkni með ráðherranum og spyrji einskis. Sömuleiðis hlýtur Umboðsmaður Alþingis að taka málið upp þar sem fyrir liggja sterkar vísbendingar um brot menntamálaráðherra á hegningarlagaákvæðum um mútuþægni.Undarleg þögn Utan við efni málsins, en tengd því, er hin hjákátlega þögn sem umlykur það af hálfu þeirra sem tíðast skrifa um samfélagsmál í dagblöð og netmiðla. Ekki hefur heyrst hósti né stuna frá þessum annars sískrifandi 5-6 einstaklingum. Þó hefur pólitísk spilling á Íslandi sjaldan birst jafn hrein og kristaltær og í ofangreindu tilviki. Sumir þessara skriffinna görguðu sig t.d. hása mánuðum saman út af máli Hönnu Birnu. Hún gat þó að ákveðnu marki afsakað sig með mistökum, dómgreindarleysi, reynsluleysi og misvitrum aðstoðarmönnum og ráðgjöfum. Engu slíku er til að dreifa í máli menntamálaráðherra. Þar stendur spillingin ein og hrein og hefur ekkert skjól af mistökum eða dómgreindarleysi; þetta var úthugsaður og einbeittur ásetningur ráðherra um pólitískan greiða fyrir persónulegan. Samt heyrist ekki múkk í hinni málglöðu intelligensíu. Það er svo sem í góðu samræmi við þau margtuggðu vísdómsorð Laxness að Íslendingar „…?leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ En hvernig skyldi standa á því að þessir vandlætarar líta undan og blístra þegar spillingin stendur allsber og starir beint í augun á þeim? Er það vegna kunningsskapar eða vináttu við hinn geðþekka og kúltíveraða ráðherra, sem sækir sömu konserta og kaffihús – og spilar auk þess fallega á píanó? Sem sagt: „Einn af okkur.“ Eða er það kannski fremur vegna þess að álitsgjafarnir geta margir hverjir haft hag og gagn af því, beint eða óbeint, að vera á góðum talfæti við menntamálaráðherra á hverjum tíma? Siðferðiskröfurnar séu afstæðar – fari eftir því hver á í hlut? Þeir hefðu t.d. aldeilis fengið að kenna á því frá þessum mönnum Sigmundur Davíð eða Bjarni Ben. eða Gunnar Bragi ef þeir hefðu gengið fram með þessum hætti. En ekki menntamálaráðherrann.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun