Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 12:12 Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Stefán Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08