Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 12:12 Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Stefán Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08