Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. vísir/stefán „Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
„Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent