Hræsni stuðningsmanna Ísraels Yousef Tamimi skrifar 24. september 2015 08:00 Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar