Íslendingur verður meistari bæði hjá körlum og konum í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir var maður leiksins í landsleiknum gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn. vísir/valli Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira