Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael atli Ísleifsson skrifar 25. september 2015 12:08 Samskipti Íslands og Ísraels hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37