Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 19:12 Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna um að sniðganga vörur frá Ísrael. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram. Vísir/Vilhelm Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37
Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08