Ætlar sér ekkert að reyna að toppa sjötugsafmælið enda ómögulegt Guðrún Ansnes skrifar 14. september 2015 10:30 Rannveig og Sverrir aldeilis ferðbúin, en þau ætla sér að ferðast um Suðurland í dag og láta stemninguna ráða för. Vísir/GVA Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, fagnar sjötíu og fimm ára afmælinu í dag, og hyggst gera það einhvers staðar úti í buskanum ásamt eiginmanni sínum, Sverri Jónssyni, „og jafnvel að við endum á Hornafirði,“ segir Rannveig. Segist Rannveig vera mikið afmælisbarn og njóta þess að halda veislur, þar sem vinir og fjölskylda komi saman, og þá helst heima hjá henni. „Ég er þegar búin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið mitt tvisvar, fyrst með börnum og barnabörnum fyrir helgi og svo var blásið til teitis um helgina fyrir vini.“ Aðspurð um eftirminnilega afmælisdaga, stendur ekki á svörum. „Það var þegar ég hélt upp á sjötugsafmælið mitt. Þá fékk ég vini og fjölskyldu til að kíkja á okkur, og byrja gleðina í Digraneskirkju þar sem tengdasonur minn, Kristján Jóhannsson, ætlaði að flytja nokkur lög og Örn Bárður Jónsson prestur ætlaði að segja nokkur orð. En það sem okkar nánasta fólk fattaði ekki var að þennan dag fögnuðum við hjónin líka gullbrúðkaupi svo það var einstaklega gaman hjá okkur. Við fengum gullið þennan dag,“ segir Rannveig og skellir upp úr. Segist Rannveig afskaplega blessuð, en hún hafi fengið að vinna langa vinnudaga, halda góðri heilsu og eiga gott líf. Eðli málsins samkvæmt muni hún ekkert reyna að toppa sjötugsafmælið og muni því vera á faraldsfæti með manni sínum í dag.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira