Tilfinningin var öðruvísi enda ekki í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 07:00 Brynju verður sárt saknað hjá HK. vísir/valli „Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
„Þetta gerðist í æfingarleik gegn Haukum í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband á dögunum. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið væri slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 árs landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður og þetta var öðruvísi. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum með snertingu áður en þetta kom í ljós.“ Maður fær víst ekki önnur hnéBrynja eftir leik með íslenska landsliðinu.Mynd/AðsendBrynja gekk í sumar til liðs við uppeldisfélag sitt, HK, á ný en hún heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa eitthvað rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skóla úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitthvað í félögum úti en það var í biðstöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta. Ég var við það á sínum tíma að semja við lið í Svíþjóð og komst ekki í skólann og þurfti að hætta við. Ég vildi ekki lenda í þeim pakka á ný.“ Brynja sagði að það væri svekkjandi að missa af verkefnum íslenska landsliðsins næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurlegt, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búinn að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera í hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segir huggun í því að hún hafi áður snúið aftur eftir jafn erfið meiðsli. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endurhæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að gæta upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira