Á að selja áfengi í matvörubúðum? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 17. september 2015 07:00 Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun