Kúrdískur flóttamaður á Íslandi: Ég vona að bróður mínum verði hleypt hingað líka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2015 21:46 Nashad ásamt fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra. Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra.
Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00