Norrænn samhljómur í bland við innilega sónötu eftir Brahms Magnús Guðmundsson skrifar 18. september 2015 10:30 Jóhannes Andreasen og Ármann Helgason Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“ Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Næstkomandi sunnudag verða fyrstu tónleikar vetrarins í Norræna húsinu í tónleikaröðinni 15.15 en heitið vísar til tímasetningar tónleikanna sem hefjast alltaf korter yfir þrjú á sunnudögum og eru alla jafna einu sinni í mánuði. Á sunnudaginn ríða á vaðið Ármann Helgason klarinettuleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum með einkar áhugaverðum tónleikum sem bera yfirskriftina Norrænar stemningar og Brahms. Ármann segir að þessi tónleikaröð hafi verið í gangi í fjölda ára sem samstarfsverkefni Norræna hússins og tónlistarmanna „Þetta er ákveðin regnhlíf yfir tónleika og þá oft nýja tónlist svona í bland við annað. Það koma gestir af og til en það er engin meginregla. En nú kemur Jóhannes, færeyskur píanóleikari sem ég þekki reyndar frá fyrri tíð, og spilar með mér en ég fór reyndar talsvert til Færeyja á tímabili til þess að spila með þeirra hljómsveit sem kallast Aldurbáran og er svona nútímahópur.“ Tónleikarnir á sunnudaginn eru svona í anda þessarar tónleikaraðar en þar hljóma útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, einleiksklarinettuverkið Kjøkr eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk og píanóverkið Tómarúm eftir Færeyinginn Trónd Bogason, Tre Stycken eftir Svíann Lars-Erik Larsson og Sonetto eftir Finnann Einojuhani Rautavaara. Viðamesta verkið á tónleikunum er svo hin innilega Sónata Jóhannesar Brahms í Es-dúr. Ármann segir að vissulega sé að finna ákveðinn samhljóm á milli Færeyja og Íslands í tónlistinni. „Sem dæmi má taka seinna lagið sem við flytjum eftir Sveinbjörn, það er vikivaki og þá má að sjálfsögðu finna bæði hér og í Færeyjum og oft er svipaður rytmi í því sem við erum að gera. Mér finnst líka afskaplega gott að vinna með Færeyingum en það er líka tilhlökkunarefni að spila í Norræna húsinu hérna heima svo við vonumst til þess að sjá sem flesta á sunnudaginn.“
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira