Þaulreyndur geðlæknir segir of fáa meðferðaraðila fyrir flóttafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 Páll Eiríksson geðlæknir mynd/aðsend „Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll. Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
„Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll.
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira