Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 16:44 Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. „Fólkið er að deyja við bæjardyrnar – Evrópskt samfélag verður að bregðar við núna”. Þetta er yfirskrift yfirlýsingar sem framkvæmdastjórar kirkjutengdra hjálparstofnanna á Norðurlöndunum sendu á dögunum frá sér tilkynningu vegna flóttamannavandans í Evrópu. Framkvæmdastjórarnir funduðu í danska bænum Hróarskeldu í lok ágústmánaðar og sendu yfirlýsinguna frá sér í lok fundarins. Í yfirlýsingunni kemur fram að þeir sem leiðtogar hjálparstofnana sem starfa á grunni kristinna gilda teljum brýnt að evrópskt samfélag bregðist tafarlaust við neyð flóttafólks. Nú reyni á að orðum fylgi athafnir.Verðum að axla ábyrgð Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Flóttafólki því sem nú streymir til Evrópu verði að koma til aðstoðar. Fólk sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verði að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks. Stöðugt þyngri straumur flóttafólks til Evrópu er afleiðing fátæktar og stríðsátaka. Evrópubúar verði að taka höndum saman og veita aðstoð. Að reisa girðingar og loka fólk úti sé engin lausn. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema með því að ráðast að rótum hans. Norrænar kirkjutengdar hjálparstofnanir eru staðráðnar í að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld svo þau efli virðingu fyrir mannréttindum. Þær munu halda áfram neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu og leggja áherslu á að aðstæður skapist þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að að yfirgefa heimkynni sín. „Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð og gera það sem við getum til að taka á móti flóttafólki. Það skelfilega ástand sem nú ríkir er líka áminning um að auka þarf fjármagn til þróunarsamvinnu. Með því að bæta ástandið á þeim svæðum sem fólk er að flýja frá er tekist á við rót vandans. Að draga úr þróunarsamvinnu í þessu ástandi er í raun að skjóta sig í fótinn,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
„Fólkið er að deyja við bæjardyrnar – Evrópskt samfélag verður að bregðar við núna”. Þetta er yfirskrift yfirlýsingar sem framkvæmdastjórar kirkjutengdra hjálparstofnanna á Norðurlöndunum sendu á dögunum frá sér tilkynningu vegna flóttamannavandans í Evrópu. Framkvæmdastjórarnir funduðu í danska bænum Hróarskeldu í lok ágústmánaðar og sendu yfirlýsinguna frá sér í lok fundarins. Í yfirlýsingunni kemur fram að þeir sem leiðtogar hjálparstofnana sem starfa á grunni kristinna gilda teljum brýnt að evrópskt samfélag bregðist tafarlaust við neyð flóttafólks. Nú reyni á að orðum fylgi athafnir.Verðum að axla ábyrgð Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Flóttafólki því sem nú streymir til Evrópu verði að koma til aðstoðar. Fólk sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verði að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks. Stöðugt þyngri straumur flóttafólks til Evrópu er afleiðing fátæktar og stríðsátaka. Evrópubúar verði að taka höndum saman og veita aðstoð. Að reisa girðingar og loka fólk úti sé engin lausn. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema með því að ráðast að rótum hans. Norrænar kirkjutengdar hjálparstofnanir eru staðráðnar í að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld svo þau efli virðingu fyrir mannréttindum. Þær munu halda áfram neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu og leggja áherslu á að aðstæður skapist þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að að yfirgefa heimkynni sín. „Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð og gera það sem við getum til að taka á móti flóttafólki. Það skelfilega ástand sem nú ríkir er líka áminning um að auka þarf fjármagn til þróunarsamvinnu. Með því að bæta ástandið á þeim svæðum sem fólk er að flýja frá er tekist á við rót vandans. Að draga úr þróunarsamvinnu í þessu ástandi er í raun að skjóta sig í fótinn,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58
Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00