Ætla að ganga til Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2015 07:00 Hundruð manna héldu af stað frá aðalbrautarstarstöðinni í Búdapest í gær og eru þarna að fara yfir Elísabetarbrúna. Nordicphotos/AFP Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum. Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum.
Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira