Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 15:35 Jón Arnór í baráttunni í dag. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok. EM 2015 í Berlín Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira