Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 06:00 Logi er elsti leikmaður íslenska liðsins, fæddur árið 1981. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty EM 2015 í Berlín Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira