Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2015 18:04 Framkvæmdastjórar, sjónvarpsmenn og bæjarfulltrúar eru boðin og búin að aðstoða flóttamenn sem hingað koma. Vísir/Stefán/Getty Frá því að Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Á sjöunda hundrað manns hafa nú lýst yfir stuðningi sínum við málefnið og stuðningsskilaboðum frá hjálpsömum Íslendingum fjölgar með hverri mínútunni. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sagði það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur væri tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun.Sjá einnig: Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“Meðal þeirra sem hafa boðið fram aðstoð sína við að taka á móti flóttamönnum og hjálpað þeim að fóta sig í íslensku samfélagi eru margir nafntogaðir einstaklingar og aðstoðin sem fólk er tilbúið að veita er margvísleg. Þannig hefur hafnfirski bæjarfulltrúinn Gunnar Axel Axelsson og fjölskylda hans boðist til að leggja sitt af mörkum enda eigi þau „meira en nóg af öllu,“ eins og Gunnar kemst að orði á viðburðinum.Færsla Gríms Atlasonar hefur fengið mikil viðbrögð.Þorvaldur Sverrisson, eigandi auglýsingastofunnar Jónsson og Le‘macks, gengur skrefinu lengra og ábyrgist „húsakjól, mat og almennan stuðning við aðlögun og reddingar“ fyrir fimm Sýrlendinga. „Við munum gera okkar besta til að þeir/þau eða votever hafi það sem skást og "aðlagist" sem best, án þess þó að þau þurfi að fórna sjálfsvirðingu sinni, sjálfsmynd eða hvaða bömmerum sem þau eru að glíma við,“ bætir Þorvaldur enn fremur við. Blaðamaðurinn Júlía Margrét Einarsdóttir lætur ekki sitt eftir liggja. Á viðburðinum telur hún upp fjölda muna sem hún vill koma í hendur þurfandi, svo sem borðstofuborð, stóla, plötuspilara og „marga ruslapoka af vel förnum kvenmannsfatnaði,“ eins og hún kemst að orði. Þá býður Júlía einnig fram félagslegan stuðning og heitir því að draga flóttafólkið með sér á menningarviðburði – sem og að greiða flugfar þeirra. Það hyggst sjónvarpskonan Margrét Erla Maack einnig gera en hún segist reiðubúin að greiða flugfar tveggja flóttamanna. Ljóst er að Bolvíkingum mun fjölga umtalsvert ef framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, Grímur Atlason og kona hans Helga Vala Helgadóttir fá einhverju ráðið. Á viðburðinum segjast þau boðin og búin að lána hús sitt í bæjarfélaginu í eitt ár til handa flóttamönnum og segir Grímur það hýsa 11 manns, með „uppbúin rúm og allt til alls,“ eins og hann kemst að orði. Viðburðinn má sjá hér. Flóttamenn Tengdar fréttir Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Íslenskur læknir vildi bjarga austurrísku barni frá nasistum en fékk skýringarlausa neitun Nasistar höfðu boðað foreldra þriggja ára barns í fangabúðir og var Katrín Thoroddsen beðin um að taka við barninu. Ekki fékkst leyfi frá forsætisráðherranum Hermanni Jónassyni. 30. ágúst 2015 09:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Frá því að Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Á sjöunda hundrað manns hafa nú lýst yfir stuðningi sínum við málefnið og stuðningsskilaboðum frá hjálpsömum Íslendingum fjölgar með hverri mínútunni. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sagði það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur væri tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun.Sjá einnig: Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“Meðal þeirra sem hafa boðið fram aðstoð sína við að taka á móti flóttamönnum og hjálpað þeim að fóta sig í íslensku samfélagi eru margir nafntogaðir einstaklingar og aðstoðin sem fólk er tilbúið að veita er margvísleg. Þannig hefur hafnfirski bæjarfulltrúinn Gunnar Axel Axelsson og fjölskylda hans boðist til að leggja sitt af mörkum enda eigi þau „meira en nóg af öllu,“ eins og Gunnar kemst að orði á viðburðinum.Færsla Gríms Atlasonar hefur fengið mikil viðbrögð.Þorvaldur Sverrisson, eigandi auglýsingastofunnar Jónsson og Le‘macks, gengur skrefinu lengra og ábyrgist „húsakjól, mat og almennan stuðning við aðlögun og reddingar“ fyrir fimm Sýrlendinga. „Við munum gera okkar besta til að þeir/þau eða votever hafi það sem skást og "aðlagist" sem best, án þess þó að þau þurfi að fórna sjálfsvirðingu sinni, sjálfsmynd eða hvaða bömmerum sem þau eru að glíma við,“ bætir Þorvaldur enn fremur við. Blaðamaðurinn Júlía Margrét Einarsdóttir lætur ekki sitt eftir liggja. Á viðburðinum telur hún upp fjölda muna sem hún vill koma í hendur þurfandi, svo sem borðstofuborð, stóla, plötuspilara og „marga ruslapoka af vel förnum kvenmannsfatnaði,“ eins og hún kemst að orði. Þá býður Júlía einnig fram félagslegan stuðning og heitir því að draga flóttafólkið með sér á menningarviðburði – sem og að greiða flugfar þeirra. Það hyggst sjónvarpskonan Margrét Erla Maack einnig gera en hún segist reiðubúin að greiða flugfar tveggja flóttamanna. Ljóst er að Bolvíkingum mun fjölga umtalsvert ef framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, Grímur Atlason og kona hans Helga Vala Helgadóttir fá einhverju ráðið. Á viðburðinum segjast þau boðin og búin að lána hús sitt í bæjarfélaginu í eitt ár til handa flóttamönnum og segir Grímur það hýsa 11 manns, með „uppbúin rúm og allt til alls,“ eins og hann kemst að orði. Viðburðinn má sjá hér.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Íslenskur læknir vildi bjarga austurrísku barni frá nasistum en fékk skýringarlausa neitun Nasistar höfðu boðað foreldra þriggja ára barns í fangabúðir og var Katrín Thoroddsen beðin um að taka við barninu. Ekki fékkst leyfi frá forsætisráðherranum Hermanni Jónassyni. 30. ágúst 2015 09:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58
Íslenskur læknir vildi bjarga austurrísku barni frá nasistum en fékk skýringarlausa neitun Nasistar höfðu boðað foreldra þriggja ára barns í fangabúðir og var Katrín Thoroddsen beðin um að taka við barninu. Ekki fékkst leyfi frá forsætisráðherranum Hermanni Jónassyni. 30. ágúst 2015 09:13