Haukur Ingi: Allir þurfa að líta í eigin barm Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. ágúst 2015 20:13 Haukur Ingi Guðnason. vísir/valli "Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
"Mér fannst frammistaðan alls ekki góð. Ég er mjög vonsvikinn með spilamennsku liðsins nánast frá A-Ö," sagði hreinskilinn Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, við Vísi eftir leik. Keflavík vissi fyrir leikinn að ekkert annað en sigur myndi halda Pepsi-draumum liðsins á lífi, en liðið er nú ellefu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. "Maður skyldi ætla fyrir svona mikilvæga leiki að leikmenn þyrftu ekki mikla hvatningu. Menn eiga að vera á tánum og tilbúnir að leggja líf og limi í svona mikilvæga leiki," sagði Haukur. "Af einhverjum ástæðum var bara deyfð yfir okkar mönnum frá fyrstu mínútu og við vorum í raun heppnir að vera ekki 2-0 undir eftir tíu mínútur. Maður er svona svekktastur með það." Haukur Ingi er uppalinn Keflvíkingur og er nú að stýra skútunni niður um deild. Hvernig er að horfa upp á svona frammistöðu í jafn mikilvægum leik? "Það er bara gífurlega erfitt. Ég held að allir inni séu gífurlega svekktir. Þetta er mjög erfitt en svona er staðan. Af einhverjum ástæðum náðum við ekki að smella í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að rýna í, og ekkert bara fyrir næsta leik heldur almennt fyrir knattspyrnuna hjá Keflavík og þá leikmenn sem spila fyrir félagið," sagði hann. "Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggi ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar hlut og allir sem að þessu koma. Við þurfum að vita hvort við lögðum leikinn rangt upp eða bara hvað má betur fara." Ekki einu sinni í seinni hálfleik, 2-0 undir, komu Keflvíkingar brjálaðir til leiks. Þeir lögðust bara undir Eyjalestina og létu keyra yfir sig. "Það var eitthvað vonleysi yfir mönnum þegar við náðum ekki að skora fljótlega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við eiga tilkall til vítaspyrnu. En það verður líka að hrósa ÍBV. Þetta var ekki bara nægilega gott hjá okkur heldur spilaði ÍBV þétt og Eyjaliðið lagði sig allt í verkefnið," sagði Haukur Ingi. Keflavík á nú fjóra leiki eftir í Pepsi-deildinni en nánast er öruggt að liðið spilar í 1. deild á næstu leiktíð. Hvernig verður lokahluti mótsins tæklaður hjá Keflavík? "Við byrjum á því að hugsa um næsta leik. Nú þurfum við allir, leikmenn og þjálfarar, að líta í eigin barm. Við þurfum allir að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta almennt leik liðsins," sagði Haukur Ingi. "Leikur liðsins hefur verið mjög sveiflukenndur og sveiflurnar eru öfgakenndar. Það sem lýsir tímabilinu okkar hvað best er að við töpum 7-1 fyrir Víkingi í leik þar sem við vorum betri í 65 mínútur. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert liðið betra og skilvirkara," sagði Haukur Ingi Guðnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 3-0 | Keflavík að kveðja Keflavík er sama og fallið í 1. deild karla eftir 1-0 tap gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. 30. ágúst 2015 19:45