Verkfræðingurinn sem varð „Mindful“ Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er heillandi viðfangsefni. Með réttum stjórnunaraðferðum er hægt að vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur vanstjórnun leitt til mikils tjóns. Sumar af helstu stjórnunarkenningum síðustu áratuga eru kenndar við „vísindalega stjórnun“ (e. Scientific management). Með vísindalegri stjórnun er átt við aðferðir til að auka framleiðni fyrirtækja með því að greina verkferla og auka hagkvæmni þeirra. Vísindaleg stjórnun var bylting sem leiddi til mikilla framfara en vera má að stjórnendur og leiðtogar samtímans þurfi að tileinka sér öðruvísi nálgun. Fyrir nokkrum árum las ég áhugaverða grein eftir danskan prófessor. Prófessorinn hafði tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um kostnaðarframúrkeyrslu í 111 stórum samgönguverkefnum á tímabilinu 1920-2000. Í ljós kom að 9 af 10 verkefnum stríddu við kostnaðarframúrkeyrslu sem er merkilegt í sjálfu sér. En áhugaverðustu tíðindin voru samt þau að á þessum 80 árum höfðu engar merkjanlegar framfarir orðið við gerð kostnaðaráætlana nema síður væri. M.ö.o. að árið 2000 var jafnvel líklegra að framlögð kostnaðaráætlun væri röng en árið 1920! Þessi niðurstaða fannst mér svo áhugaverð að ég ákvað að gera svipaða rannsókn á íslenskum verkefnum. Ég aflaði mér eftir föngum upplýsinga um stærri opinber verkefni síðustu áratugi. Niðurstaðan reyndist sú sama og hjá danska prófessornum, þ.e. um 90% þeirra fóru framúr kostnaði og framfarir við áætlanagerð ekki greinanlegar. Væntanlega eru allir sammála um að óvæntur kostnaður er óæskilegur. Höfum í huga að einhver þarf að borga vanáætlaðan kostnað hvort sem honum líkar betur eða verr. Kannski hluthafinn, eða viðskiptavinurinn eða skattgreiðandinn. Einhver þarf alltaf að borga að lokum. Mikilvægasta spurningin er vitanlega þessi; af hverju vanáætlum við kostnað í jafn ríkum mæli? Einfalda skýringin er að kenna um ófullkomnun aðferðum og þekkingarskorti. En þessi skýring stenst alls ekki þegar nánar er að gáð því þá væru kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e. að stundum er vanáætlað og stundum ofáætlað. En það er alls ekki raunin því bæði mínar rannsóknir og danska rannsóknin benda til að vanáætlun kostnaðar sé nánast náttúrulögmál. Orsökin er þekkt í dag. Hún liggur m.a. í því hvernig hugur okkar vinnur úr upplýsingum og bregst við umhverfinu. Ekki gefst færi á að fara nánar út í þá sálma hér en látið nægja að segja að eitt mest spennandi nýja svið verkfræðinnar er að nýta hugrænar aðferðir til að bæta stjórnun og ákvörðunartöku. Hið virta tímarit Times kallar hugrænu aðferðina Mindfulness „byltingu“ í forsíðufrétt fyrir skemmstu. Mörg af merkustu fyrirtækjum okkar samtíma s.s. Google, Apple, Harvard Business School, Facebook o.fl. keppast við að lofa hina svonefndu Mindful leiðtogabyltingu (e. The Mindful Leadership Revolution). Ekkert svið hug- og félagsvísinda er rannsakað meira um þessar mundir en Mindfulness sem segir sína sögu um þær væntingar sem bundnar eru við aðferðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er heillandi viðfangsefni. Með réttum stjórnunaraðferðum er hægt að vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur vanstjórnun leitt til mikils tjóns. Sumar af helstu stjórnunarkenningum síðustu áratuga eru kenndar við „vísindalega stjórnun“ (e. Scientific management). Með vísindalegri stjórnun er átt við aðferðir til að auka framleiðni fyrirtækja með því að greina verkferla og auka hagkvæmni þeirra. Vísindaleg stjórnun var bylting sem leiddi til mikilla framfara en vera má að stjórnendur og leiðtogar samtímans þurfi að tileinka sér öðruvísi nálgun. Fyrir nokkrum árum las ég áhugaverða grein eftir danskan prófessor. Prófessorinn hafði tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um kostnaðarframúrkeyrslu í 111 stórum samgönguverkefnum á tímabilinu 1920-2000. Í ljós kom að 9 af 10 verkefnum stríddu við kostnaðarframúrkeyrslu sem er merkilegt í sjálfu sér. En áhugaverðustu tíðindin voru samt þau að á þessum 80 árum höfðu engar merkjanlegar framfarir orðið við gerð kostnaðaráætlana nema síður væri. M.ö.o. að árið 2000 var jafnvel líklegra að framlögð kostnaðaráætlun væri röng en árið 1920! Þessi niðurstaða fannst mér svo áhugaverð að ég ákvað að gera svipaða rannsókn á íslenskum verkefnum. Ég aflaði mér eftir föngum upplýsinga um stærri opinber verkefni síðustu áratugi. Niðurstaðan reyndist sú sama og hjá danska prófessornum, þ.e. um 90% þeirra fóru framúr kostnaði og framfarir við áætlanagerð ekki greinanlegar. Væntanlega eru allir sammála um að óvæntur kostnaður er óæskilegur. Höfum í huga að einhver þarf að borga vanáætlaðan kostnað hvort sem honum líkar betur eða verr. Kannski hluthafinn, eða viðskiptavinurinn eða skattgreiðandinn. Einhver þarf alltaf að borga að lokum. Mikilvægasta spurningin er vitanlega þessi; af hverju vanáætlum við kostnað í jafn ríkum mæli? Einfalda skýringin er að kenna um ófullkomnun aðferðum og þekkingarskorti. En þessi skýring stenst alls ekki þegar nánar er að gáð því þá væru kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e. að stundum er vanáætlað og stundum ofáætlað. En það er alls ekki raunin því bæði mínar rannsóknir og danska rannsóknin benda til að vanáætlun kostnaðar sé nánast náttúrulögmál. Orsökin er þekkt í dag. Hún liggur m.a. í því hvernig hugur okkar vinnur úr upplýsingum og bregst við umhverfinu. Ekki gefst færi á að fara nánar út í þá sálma hér en látið nægja að segja að eitt mest spennandi nýja svið verkfræðinnar er að nýta hugrænar aðferðir til að bæta stjórnun og ákvörðunartöku. Hið virta tímarit Times kallar hugrænu aðferðina Mindfulness „byltingu“ í forsíðufrétt fyrir skemmstu. Mörg af merkustu fyrirtækjum okkar samtíma s.s. Google, Apple, Harvard Business School, Facebook o.fl. keppast við að lofa hina svonefndu Mindful leiðtogabyltingu (e. The Mindful Leadership Revolution). Ekkert svið hug- og félagsvísinda er rannsakað meira um þessar mundir en Mindfulness sem segir sína sögu um þær væntingar sem bundnar eru við aðferðina.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun