Traustur, sterkur og veðurbarinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2015 16:15 Textinn á sökklinum er á íslensku, hollensku, ensku og grænlensku. Svona lítur sá grænlenski út: Aalisartup islandimiup Issittup imartaani immap uumasorujussua takusimavaa. Oqaluttuarerusukkunnaarpaali inuit illaatigiinnartarmanni. Vísir/GVA Hún er að koma fyrir listaverki í sal 101 Hótels við Hverfisgötu og þar er ekki kastað til höndunum. Hulda Hákon myndlistarmaður hefur gert styttu af íslenskum sjómanni í Norðuríshafinu og sökkullinn er hafið. Þetta er traustur, sterkur og veðurbarinn sjómaður, nútímalegur með hvítan hjálm og útvarp í eyrunum, í 66 gráðu Norður galla en svipurinn lýsir dálitlu óöryggi. Hverju sætir það? „Hann er að segja fólki frá því að hann hafi séð stórt sæskrímsli í Norður-Íshafinu en fólk trúir honum ekki og honum finnst erfitt að fólk skuli telja hann ljúga. Sjálfur stendur hann á hafinu eins og ekkert sé, hlustar á Motörhead og fílar Homer Simpson,“ útskýrir listakonan. Hulda kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á sæskrímslum. „Ég gerði fyrstu skrímslamyndina 1989. Það er með skrímslin eins og álfana, sumir segjast hafa séð þá og það er ekki hægt að rengja það. Fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson segir marga íslenska sjómenn hafa séð eitthvað norður í höfum og ég hef hitt mann sem kveðst hafa séð skeljaskrímsli þar. Maður getur ekki sagt „þetta er lýgi í þér.“ Upphaflega kveðst Hulda bara hafa ætlað að hafa sjómanninn á hótel 101 í viku því hefði hugsað sér að taka hann með til Hollands á sýningu í september. Nú er hún að hverfa frá því ráði. „Ég er dálítið hrædd um minn mann ef hann fer á flæking og ætla bara að hafa hann á hótelinu áfram. Geri bara annað verk fyrir Holland.“ Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hún er að koma fyrir listaverki í sal 101 Hótels við Hverfisgötu og þar er ekki kastað til höndunum. Hulda Hákon myndlistarmaður hefur gert styttu af íslenskum sjómanni í Norðuríshafinu og sökkullinn er hafið. Þetta er traustur, sterkur og veðurbarinn sjómaður, nútímalegur með hvítan hjálm og útvarp í eyrunum, í 66 gráðu Norður galla en svipurinn lýsir dálitlu óöryggi. Hverju sætir það? „Hann er að segja fólki frá því að hann hafi séð stórt sæskrímsli í Norður-Íshafinu en fólk trúir honum ekki og honum finnst erfitt að fólk skuli telja hann ljúga. Sjálfur stendur hann á hafinu eins og ekkert sé, hlustar á Motörhead og fílar Homer Simpson,“ útskýrir listakonan. Hulda kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á sæskrímslum. „Ég gerði fyrstu skrímslamyndina 1989. Það er með skrímslin eins og álfana, sumir segjast hafa séð þá og það er ekki hægt að rengja það. Fréttamaðurinn Þorvaldur Friðriksson segir marga íslenska sjómenn hafa séð eitthvað norður í höfum og ég hef hitt mann sem kveðst hafa séð skeljaskrímsli þar. Maður getur ekki sagt „þetta er lýgi í þér.“ Upphaflega kveðst Hulda bara hafa ætlað að hafa sjómanninn á hótel 101 í viku því hefði hugsað sér að taka hann með til Hollands á sýningu í september. Nú er hún að hverfa frá því ráði. „Ég er dálítið hrædd um minn mann ef hann fer á flæking og ætla bara að hafa hann á hótelinu áfram. Geri bara annað verk fyrir Holland.“
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira