Fastar konur á Bessastöðum, fjölskylda á sveitabæ og líf á Fésbók eftir dauðann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 10:45 „Það er stórt skref að sjálfstæða senan eigi loksins heimili sem jafnast á við atvinnuleikhúsin,” segir Guðmundur Ingi. Vísir/GVA Nú er Tjarnarbíó loks orðið fullbúið leikhús og samkeppnishæft, með 180 sæti sem allir sjá vel úr og við erum að fá leyfi til að halda tónleika fyrir 300 manns,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, stoltur. Svo erum við búin að uppfæra tæknibúnaðinn þannig að við eigum að geta boðið upp á jafn góða þjónustu og önnur leikhús. Það er stórt skref að sjálfstæða senan eigi loksins heimili sem jafnast á við atvinnuleikhúsin." Hann segir dagskrána fjölbreytta í vetur eins og hún eigi að vera. „Það er ekki mitt að leggja línur um leikárið heldur sækja hópar um að sýna hér og umsóknirnar fara í gegnum valferli," útskýrir hann og tæpir svo á því helsta sem á fjölunum verður, fyrir utan fjórar sýningar sem frumsýndar verða á Lókal og Reykjavík Dance Festival og sýndar áfram í Tjarnarbíói í september. „Fyrsta stóra frumsýning haustsins er 4. október, það er Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur sem leikhópurinn Háaloftið setur upp en Svava hefði orðið 85 ára þennan dag. Tinna Hrafnsdóttir er þar að leikstýra Þorsteini Backmann, Elmu Lísu Gunnarsdóttur og Kristínu Pétursdóttur – mjög spennandi. Þær Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir frumsýna dansverk í haust sem þær fengu stóran styrk fyrir og kalla The Valley. Stúlkurnar hafa menntað sig í dansi í P.A.R.T.S. í Belgíu eins og margir dansarar enda um að ræða heitasta dansskólann Evrópu. Um mánaðamótin janúar/febrúar mun Sokkabandið frumsýna verk sem heitir Old Bessastaðir. Það er eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal. Það fjallar um þrjár konur sem eru fastar á Bessastöðum og við vitum ekki hvort fyrir utan er heimsendir, uppreisn eða hvað – en þær fara yfir stöðu mála. Í mars frumsýnir leikhópurinn Þurfandi nýtt verk eftir Bjartmar Þórðarson sem heitir Gripahúsið. Bjartmar segir þar frá íslenskri fjölskyldu sem býr á sveitabæ, þar er allt að hrynja en hún á allar nýjustu græjur og er að hugsa um að fara út í ferðaþjónustu. Svo í apríl verður sýnt Sími látins manns, bandarískt verk eftir Söruh Ruhl, í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Þar er aðalpersónan kona sem kemur að látnum manni á kaffihúsi, síminn hans hringir, hún ákveður að svara og flækist þar af leiðandi inn í líf hans, fjölskylduharmleiki, líffæraflutninga og allt mögulegt. Pæling um hvernig fólk lifir í dag á Fésbók og öðrum samfélagsmiðlum eftir að það deyr.“ Auk alls þessa kveðst Guðmundur Ingi fá um þrjátíu sýningar í heimsókn frá hausti fram á vor. Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nú er Tjarnarbíó loks orðið fullbúið leikhús og samkeppnishæft, með 180 sæti sem allir sjá vel úr og við erum að fá leyfi til að halda tónleika fyrir 300 manns,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, stoltur. Svo erum við búin að uppfæra tæknibúnaðinn þannig að við eigum að geta boðið upp á jafn góða þjónustu og önnur leikhús. Það er stórt skref að sjálfstæða senan eigi loksins heimili sem jafnast á við atvinnuleikhúsin." Hann segir dagskrána fjölbreytta í vetur eins og hún eigi að vera. „Það er ekki mitt að leggja línur um leikárið heldur sækja hópar um að sýna hér og umsóknirnar fara í gegnum valferli," útskýrir hann og tæpir svo á því helsta sem á fjölunum verður, fyrir utan fjórar sýningar sem frumsýndar verða á Lókal og Reykjavík Dance Festival og sýndar áfram í Tjarnarbíói í september. „Fyrsta stóra frumsýning haustsins er 4. október, það er Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur sem leikhópurinn Háaloftið setur upp en Svava hefði orðið 85 ára þennan dag. Tinna Hrafnsdóttir er þar að leikstýra Þorsteini Backmann, Elmu Lísu Gunnarsdóttur og Kristínu Pétursdóttur – mjög spennandi. Þær Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir frumsýna dansverk í haust sem þær fengu stóran styrk fyrir og kalla The Valley. Stúlkurnar hafa menntað sig í dansi í P.A.R.T.S. í Belgíu eins og margir dansarar enda um að ræða heitasta dansskólann Evrópu. Um mánaðamótin janúar/febrúar mun Sokkabandið frumsýna verk sem heitir Old Bessastaðir. Það er eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal. Það fjallar um þrjár konur sem eru fastar á Bessastöðum og við vitum ekki hvort fyrir utan er heimsendir, uppreisn eða hvað – en þær fara yfir stöðu mála. Í mars frumsýnir leikhópurinn Þurfandi nýtt verk eftir Bjartmar Þórðarson sem heitir Gripahúsið. Bjartmar segir þar frá íslenskri fjölskyldu sem býr á sveitabæ, þar er allt að hrynja en hún á allar nýjustu græjur og er að hugsa um að fara út í ferðaþjónustu. Svo í apríl verður sýnt Sími látins manns, bandarískt verk eftir Söruh Ruhl, í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Þar er aðalpersónan kona sem kemur að látnum manni á kaffihúsi, síminn hans hringir, hún ákveður að svara og flækist þar af leiðandi inn í líf hans, fjölskylduharmleiki, líffæraflutninga og allt mögulegt. Pæling um hvernig fólk lifir í dag á Fésbók og öðrum samfélagsmiðlum eftir að það deyr.“ Auk alls þessa kveðst Guðmundur Ingi fá um þrjátíu sýningar í heimsókn frá hausti fram á vor.
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira