Uppbótartíminn: Mörk á síðustu stundu | Myndbönd 26. ágúst 2015 10:30 Jonathan Glenn skoraði sigurmark Blika gegn Stjörnunni. vísir/andri marinó Sautjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. Steven Lennon var hetja FH gegn lánlausum Leiknismönnum sem fögnuðu þó eflaust þegar Andri Rúnar Bjarnason tryggði Víkingum sigur á ÍBV í uppbótartíma. Valsmenn vöknuðu til lífsins og unnu öruggan sigur á Fylki. KR lét eitt mark nægja gegn botnliði Keflavíkur og ÍA og Fjölnir buðu til markaveislu uppi á Skaga.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:Leiknir 0-1 FHValur 4-2 FylkirÍA 4-4 FjölnirStjarnan 0-1 BreiðablikKeflavík 0-1 KRVíkingur 1-0 ÍBVViktor Bjarki Arnarsson hefur spilað vel fyrir Víkinga í síðustu leikjum.vísir/andri marinóGóð umferð fyrir ...... Steven Lennon Skotinn öflugi er að komast aftur á ferðina eftir meiðsli og hann minnti heldur betur á sig gegn Leikni. Lennon kom inn á fyrir Atla Viðar Björnsson á 66. mínútu og var mjög líflegur. Augnablikið hans kom svo þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Atli Guðnason sendi fyrir frá vinstri og Lennon stakk sér fram fyrir varnarmenn Leiknis á nærstöng og stýrði boltanum í markið. Það reyndist sigurmark FH. Lennon virðist njóta þess í botn að spila gegn Leikni en hann skoraði einnig þrennu í fyrra leik liðanna.... Víking Sumarið hefur verið vonbrigði hjá Víkingum en liðinu hefur ekki tekist að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra. Þeir rauðsvörtu hafa hins vegar komið til að undanförnu og eru ósigraðir í sex leikjum síðan Milos Milojevic tók alfarið við liðinu. Víkingar unnu tvo fyrstu leikina undir stjórn Milosar en í kjölfarið komu þrjú jafntefli. Og það stefndi allt í fjórða jafnteflið í röð gegn ÍBV í gær. En varamennirnir Davíð Örn Atlason og Andri Rúnar Bjarnason bjuggu til mark í uppbótartíma sem tryggði Víkingum stigin þrjú. Lærisveinar Milosar eru nú komnir upp í 6. sæti deildarinnar og eru svo gott sem búnir að bjarga sér frá falli.... Patrick Pedersen Pedersen hefur glímt við meiðsli að undanförnu og miðað við hvernig Ólafur Jóhannesson hefur talað var maður farinn að óttast að Daninn myndi ekki ganga aftur. En hann byrjaði inn á gegn Fylki og átti stórleik. Pedersen skoraði fyrstu tvö mörk Vals og lagði seinni tvö upp í 4-2 sigri. Þetta voru fyrstu deildarmörk hans síðan 28. júní en danski framherjinn er markahæstur í Pepsi-deildinni með 10 mörk.Hermann Hreiðarsson var ekki sáttur með dómgæsluna í leik Vals og Fylkis og var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli.vísir/antonVond umferð fyrir ...... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn lét öllum illum látum á hliðarlínunni í leik Fylkis og Vals og var að lokum rekinn upp í stúku af velska dómaranum Iwan Griffith. Hermann var mjög ósáttur með störf Walesverjans og tók reiði sína út á vatnsbrúsa. Þá var Griffith nóg boðið og sendi Hermann upp í stúku. Þjálfarinn var engu rólegri þegar Hjörtur Hjartarson spjallaði við hann í Akraborginni daginn eftir. Þar óð Hermann á súðum og sagðist ætla að vera með æfingar þrisvar í viku þar sem hann ætlar að kenna sínum mönnum að henda sér niður og fiska aukaspyrnur.... varnarmennina upp á Skaga Það var fór lítið fyrir góðum varnarleik þegar Fjölnir sótti ÍA heim á mánudaginn. Alls voru átta mörk skoruð, mörg þeirra eftir slakan varnarleik. Hinn venju trausti fyrirliði Fjölnis, Bergsveinn Ólafsson, vill t.a.m. örugglega gleyma þessum leik sem fyrst en hann gaf fyrsta mark ÍA og fékk aðeins tvo í einkunn hjá blaðamanni Vísis. Hann var ekki sá eini sem átti vondan dag á skrifstofunni en meðaleinkunn varnarmannanna átta sem byrjuðu leikinn var aðeins 3,5.... Leikni og ÍBV Leiknir og ÍBV voru bæði svo nálægt því að ná í stig í gær en fengu bæði á sig mörk í uppbótartíma. Leiknismenn gáfu allt sem þeir áttu í leikinn gegn toppliði FH en fengu blauta tusku í andlitið þegar Steven Lennon skoraði á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þetta var fimmti leikurinn í sumar sem Leiknir tapar með einu marki. Eyjamenn áttu ekkert sérstakan dag gegn Víkingum en voru samt svo nálægt því að ná í fínt stig á útivelli. Ef eitthvað var voru þeir líklegri til að skora undir lokin (Jose Enrique og Ian Jeffs áttu báðir hættuleg skot) en Víkingarnir náðu góðri skyndisókn á 93. mínútu og Andri Rúnar Bjarnason tryggði þeim stigin þrjú.Atli Guðnason lagði upp mark í þriðja leiknum í röð gegn Leikni.vísir/andri marinóTölfræðin og sagan: *Patrick Pedersen og Kristinn Ingi Halldórsson skoruðu báðir í báðum leikjunum við Fylki í Pepsi-deildinni í sumar. *Patrick Pedersen er fyrsti Valsarinn í sjö ár til að skora tíu deildarmörk á einu tímabili. *Ásgeir Eyþórsson hefur skorað 3 mörk í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur og öll á móti Val. *Fimm mörk hafa skilað Fylki 1 stigi í síðustu 2 leikjum eftir að 4 mörk í 4 leikjum á undan þeim skilaði Fylkisliðinu 7 stigum. *Það hafa verið skoruð 26 mörk í síðustu 5 leikjum á Norðurálsvellinum á Akranesi. *Mark Charles Magee hefur skorað 4 mörk í 4 byrjunarliðsleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fyrsta stig Skagamanna frá upphafi í leik á móti Fjölni í efstu deild karla. Fjórða sinn í sumar þar sem Garðar Gunnlaugsson tryggir Skagaliðinu jafntefli í Pepsi-deildinni. *Fjölnir hefur aðeins einu sinni skorað fleiri mörk á móti einu liði á tímabili í efstu deild en á móti ÍA í Pepsi-deild karla í sumar (9 mörk á móti HK 2008). *FH er búið að vinna fimm leiki í röð í Pepsi-deildinni þar af fjóra þeirra með eins marks mun. *FH-ingar hafa unnið sex útileiki í röð í Pepsi-deild karla. *FH hefur fengið á sig 5 mörk í 7 leikjum án Kassim Doumbia í Pepsi-deildinni í sumar. *FH-liðið hefur skorað 6 mörk í uppbótartíma seinni hálfleiks í Pepsi-deildinni í sumar. *Gunnleifur Gunnleifsson hefur haldið hreinu í 5 af síðustu 7 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 15 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Jonathan Glenn hefur komið Breiðabliksliðinu í 1-0 í fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Stjarnan hefur bara unnið 1 af fyrstu 9 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Jeppe Hansen hefur ekki skorað í 8 leikjum án móti liðum í efri hlutanum í Pepsi-deildinni í sumar. *Pálmi Rafn Pálmason er markahæsti KR-ingurinn í síðustu fimm leikjum liðsins í Pepsi-deildinni og sá eini sem hefur skorað tvívegis frá því í lok júlí. *KR hefur ekki skorað í fyrri hálfleik í síðustu sex leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *KR-ingar hafa unnið seinni hálfleikinn 11-1 í síðustu 10 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Milos Milojevic hefur stýrt Víkingsliðinu einn í sjö leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og liðið hefur ekki enn tapað (4 sigrar, 3 jafntefli). *Markatala ÍBV á síðustu fimmtán mínútum leikjanna og í uppbótartíma í Pepsi-deildinni í sumar er -11 (0-11). *Varamenn Víkinga hafa skorað 5 mörk í síðustu 6 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni.Guðjón Baldvinsson á enn eftir að skora fyrir Stjörnuna síðan hann kom aftur til liðsins.vísir/andri marinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Kristinn Páll Teitsson á Víkingsvelli:„Arnþór með jafn slaka tilraun og Finnur áðan. Hefðu verið fínar tilraunir sem vallarmörk í NFL-deildinni.“Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum: „Nóg af færum en engin mörk. Þetta er náttúrulega óþolandi þegar það gerist en við krossum fingur og tær og Secret-um nokkur mörk í seinni hálfleikinn.“Jóhann Óli Eiðsson á Samsung-vellium:„Nei nú hættir þú Ellert. Fær algjöran draumabolta yfir vörnina og hefur allan tíma heimsins til að athafna sig. Tekst einhvern vegin að ná ekki völdum á boltanum og sénsinn rennur út í sandinn.“Hæstu og lægstu einkunnirnar:Patrick Pedersen, Valur - 9 Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 2 Umræðan #pepsi365Palli Pedersen með 2 mörk og 2 stollur en ekkert Pepsi. Þyrstur. #Pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 25, 2015Vona að Hemmi Hreiðars hafi ekki ætlað að horfa á #pepsi365 á Ozinu, þá er einhver óþekktur tæknimaður í hættu. — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 25, 2015Rúnkmúvið er ennþá jafn rosalegt degi síðar. #hemmi#pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) August 25, 2015Víkingur náði síðast 6 leikja taplausri hrinu árið 1991,þá taplausir í síðustu 8 leikjum tímabilsins og titill #vikes#fotboltinet#pepsi365 — Bergþór Reynisson (@Bergrey) August 25, 2015Sturluð staðreynd: Breiðablik mætir liðinu sem spilaði við FH umferðinni áður 8 umferðir í röð. Mætast svo í 20. umferð. #fotbolti#pepsi365 — Gylfi Steinn (@gylfisteinn) August 25, 2015Leiknir er hugsanlega að falla um deild. ég sætti mig við það, en er einhver leið á að halda leiknisljón í #pepsi365 ? #LeiknirFH#áframFH — Bjarki Gunn (@bjarci) August 24, 2015Milos virkar eins og hann sé niðrá Austurvelli kl:05:47 aðfaranótt sunnudags. #Pepsi365#fotboltinet — Hallgrimur Dan (@hallidan) August 25, 2015Mark 17. umferðar Atvik 17. umferðar Markasyrpa 17. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Sautjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. Steven Lennon var hetja FH gegn lánlausum Leiknismönnum sem fögnuðu þó eflaust þegar Andri Rúnar Bjarnason tryggði Víkingum sigur á ÍBV í uppbótartíma. Valsmenn vöknuðu til lífsins og unnu öruggan sigur á Fylki. KR lét eitt mark nægja gegn botnliði Keflavíkur og ÍA og Fjölnir buðu til markaveislu uppi á Skaga.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:Leiknir 0-1 FHValur 4-2 FylkirÍA 4-4 FjölnirStjarnan 0-1 BreiðablikKeflavík 0-1 KRVíkingur 1-0 ÍBVViktor Bjarki Arnarsson hefur spilað vel fyrir Víkinga í síðustu leikjum.vísir/andri marinóGóð umferð fyrir ...... Steven Lennon Skotinn öflugi er að komast aftur á ferðina eftir meiðsli og hann minnti heldur betur á sig gegn Leikni. Lennon kom inn á fyrir Atla Viðar Björnsson á 66. mínútu og var mjög líflegur. Augnablikið hans kom svo þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Atli Guðnason sendi fyrir frá vinstri og Lennon stakk sér fram fyrir varnarmenn Leiknis á nærstöng og stýrði boltanum í markið. Það reyndist sigurmark FH. Lennon virðist njóta þess í botn að spila gegn Leikni en hann skoraði einnig þrennu í fyrra leik liðanna.... Víking Sumarið hefur verið vonbrigði hjá Víkingum en liðinu hefur ekki tekist að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra. Þeir rauðsvörtu hafa hins vegar komið til að undanförnu og eru ósigraðir í sex leikjum síðan Milos Milojevic tók alfarið við liðinu. Víkingar unnu tvo fyrstu leikina undir stjórn Milosar en í kjölfarið komu þrjú jafntefli. Og það stefndi allt í fjórða jafnteflið í röð gegn ÍBV í gær. En varamennirnir Davíð Örn Atlason og Andri Rúnar Bjarnason bjuggu til mark í uppbótartíma sem tryggði Víkingum stigin þrjú. Lærisveinar Milosar eru nú komnir upp í 6. sæti deildarinnar og eru svo gott sem búnir að bjarga sér frá falli.... Patrick Pedersen Pedersen hefur glímt við meiðsli að undanförnu og miðað við hvernig Ólafur Jóhannesson hefur talað var maður farinn að óttast að Daninn myndi ekki ganga aftur. En hann byrjaði inn á gegn Fylki og átti stórleik. Pedersen skoraði fyrstu tvö mörk Vals og lagði seinni tvö upp í 4-2 sigri. Þetta voru fyrstu deildarmörk hans síðan 28. júní en danski framherjinn er markahæstur í Pepsi-deildinni með 10 mörk.Hermann Hreiðarsson var ekki sáttur með dómgæsluna í leik Vals og Fylkis og var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli.vísir/antonVond umferð fyrir ...... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn lét öllum illum látum á hliðarlínunni í leik Fylkis og Vals og var að lokum rekinn upp í stúku af velska dómaranum Iwan Griffith. Hermann var mjög ósáttur með störf Walesverjans og tók reiði sína út á vatnsbrúsa. Þá var Griffith nóg boðið og sendi Hermann upp í stúku. Þjálfarinn var engu rólegri þegar Hjörtur Hjartarson spjallaði við hann í Akraborginni daginn eftir. Þar óð Hermann á súðum og sagðist ætla að vera með æfingar þrisvar í viku þar sem hann ætlar að kenna sínum mönnum að henda sér niður og fiska aukaspyrnur.... varnarmennina upp á Skaga Það var fór lítið fyrir góðum varnarleik þegar Fjölnir sótti ÍA heim á mánudaginn. Alls voru átta mörk skoruð, mörg þeirra eftir slakan varnarleik. Hinn venju trausti fyrirliði Fjölnis, Bergsveinn Ólafsson, vill t.a.m. örugglega gleyma þessum leik sem fyrst en hann gaf fyrsta mark ÍA og fékk aðeins tvo í einkunn hjá blaðamanni Vísis. Hann var ekki sá eini sem átti vondan dag á skrifstofunni en meðaleinkunn varnarmannanna átta sem byrjuðu leikinn var aðeins 3,5.... Leikni og ÍBV Leiknir og ÍBV voru bæði svo nálægt því að ná í stig í gær en fengu bæði á sig mörk í uppbótartíma. Leiknismenn gáfu allt sem þeir áttu í leikinn gegn toppliði FH en fengu blauta tusku í andlitið þegar Steven Lennon skoraði á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þetta var fimmti leikurinn í sumar sem Leiknir tapar með einu marki. Eyjamenn áttu ekkert sérstakan dag gegn Víkingum en voru samt svo nálægt því að ná í fínt stig á útivelli. Ef eitthvað var voru þeir líklegri til að skora undir lokin (Jose Enrique og Ian Jeffs áttu báðir hættuleg skot) en Víkingarnir náðu góðri skyndisókn á 93. mínútu og Andri Rúnar Bjarnason tryggði þeim stigin þrjú.Atli Guðnason lagði upp mark í þriðja leiknum í röð gegn Leikni.vísir/andri marinóTölfræðin og sagan: *Patrick Pedersen og Kristinn Ingi Halldórsson skoruðu báðir í báðum leikjunum við Fylki í Pepsi-deildinni í sumar. *Patrick Pedersen er fyrsti Valsarinn í sjö ár til að skora tíu deildarmörk á einu tímabili. *Ásgeir Eyþórsson hefur skorað 3 mörk í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur og öll á móti Val. *Fimm mörk hafa skilað Fylki 1 stigi í síðustu 2 leikjum eftir að 4 mörk í 4 leikjum á undan þeim skilaði Fylkisliðinu 7 stigum. *Það hafa verið skoruð 26 mörk í síðustu 5 leikjum á Norðurálsvellinum á Akranesi. *Mark Charles Magee hefur skorað 4 mörk í 4 byrjunarliðsleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fyrsta stig Skagamanna frá upphafi í leik á móti Fjölni í efstu deild karla. Fjórða sinn í sumar þar sem Garðar Gunnlaugsson tryggir Skagaliðinu jafntefli í Pepsi-deildinni. *Fjölnir hefur aðeins einu sinni skorað fleiri mörk á móti einu liði á tímabili í efstu deild en á móti ÍA í Pepsi-deild karla í sumar (9 mörk á móti HK 2008). *FH er búið að vinna fimm leiki í röð í Pepsi-deildinni þar af fjóra þeirra með eins marks mun. *FH-ingar hafa unnið sex útileiki í röð í Pepsi-deild karla. *FH hefur fengið á sig 5 mörk í 7 leikjum án Kassim Doumbia í Pepsi-deildinni í sumar. *FH-liðið hefur skorað 6 mörk í uppbótartíma seinni hálfleiks í Pepsi-deildinni í sumar. *Gunnleifur Gunnleifsson hefur haldið hreinu í 5 af síðustu 7 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni. *Breiðablik hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í 15 leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Jonathan Glenn hefur komið Breiðabliksliðinu í 1-0 í fjórum leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Stjarnan hefur bara unnið 1 af fyrstu 9 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Jeppe Hansen hefur ekki skorað í 8 leikjum án móti liðum í efri hlutanum í Pepsi-deildinni í sumar. *Pálmi Rafn Pálmason er markahæsti KR-ingurinn í síðustu fimm leikjum liðsins í Pepsi-deildinni og sá eini sem hefur skorað tvívegis frá því í lok júlí. *KR hefur ekki skorað í fyrri hálfleik í síðustu sex leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *KR-ingar hafa unnið seinni hálfleikinn 11-1 í síðustu 10 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Milos Milojevic hefur stýrt Víkingsliðinu einn í sjö leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og liðið hefur ekki enn tapað (4 sigrar, 3 jafntefli). *Markatala ÍBV á síðustu fimmtán mínútum leikjanna og í uppbótartíma í Pepsi-deildinni í sumar er -11 (0-11). *Varamenn Víkinga hafa skorað 5 mörk í síðustu 6 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni.Guðjón Baldvinsson á enn eftir að skora fyrir Stjörnuna síðan hann kom aftur til liðsins.vísir/andri marinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Kristinn Páll Teitsson á Víkingsvelli:„Arnþór með jafn slaka tilraun og Finnur áðan. Hefðu verið fínar tilraunir sem vallarmörk í NFL-deildinni.“Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum: „Nóg af færum en engin mörk. Þetta er náttúrulega óþolandi þegar það gerist en við krossum fingur og tær og Secret-um nokkur mörk í seinni hálfleikinn.“Jóhann Óli Eiðsson á Samsung-vellium:„Nei nú hættir þú Ellert. Fær algjöran draumabolta yfir vörnina og hefur allan tíma heimsins til að athafna sig. Tekst einhvern vegin að ná ekki völdum á boltanum og sénsinn rennur út í sandinn.“Hæstu og lægstu einkunnirnar:Patrick Pedersen, Valur - 9 Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 2 Umræðan #pepsi365Palli Pedersen með 2 mörk og 2 stollur en ekkert Pepsi. Þyrstur. #Pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 25, 2015Vona að Hemmi Hreiðars hafi ekki ætlað að horfa á #pepsi365 á Ozinu, þá er einhver óþekktur tæknimaður í hættu. — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 25, 2015Rúnkmúvið er ennþá jafn rosalegt degi síðar. #hemmi#pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) August 25, 2015Víkingur náði síðast 6 leikja taplausri hrinu árið 1991,þá taplausir í síðustu 8 leikjum tímabilsins og titill #vikes#fotboltinet#pepsi365 — Bergþór Reynisson (@Bergrey) August 25, 2015Sturluð staðreynd: Breiðablik mætir liðinu sem spilaði við FH umferðinni áður 8 umferðir í röð. Mætast svo í 20. umferð. #fotbolti#pepsi365 — Gylfi Steinn (@gylfisteinn) August 25, 2015Leiknir er hugsanlega að falla um deild. ég sætti mig við það, en er einhver leið á að halda leiknisljón í #pepsi365 ? #LeiknirFH#áframFH — Bjarki Gunn (@bjarci) August 24, 2015Milos virkar eins og hann sé niðrá Austurvelli kl:05:47 aðfaranótt sunnudags. #Pepsi365#fotboltinet — Hallgrimur Dan (@hallidan) August 25, 2015Mark 17. umferðar Atvik 17. umferðar Markasyrpa 17. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira