Glímukappi og rokkstjarna 27. ágúst 2015 11:30 Saga Sigurðardóttir bregður sér í ýmis karlmannleg hlutverk í sýningunni, hér er það rokkarinn sem á sviðið. Vísir/Ernir „Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira