Yrðlingarnir þurfa að komast til refs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 09:45 Eyjólfur Eyjólfsson, Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Jón Svavar Jósefsson í hlutverkum sínum. Vísir/Ernir Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni. Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni.
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira