Áætla átta daga í Stím-málið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 15:27 Lárus Welding ásamt verjanda sínum Óttari Pálssyni. Vísir/GVA Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Sérstakur saksóknari hóf rannsókn í málinu síðla árs 2009 sem var fyrsta starfsár embættisins. Síðan eru liðin tæplega sex ár. Reiknað er með því að aðalmeðferðin taki átta daga en málið er eitt elstu mála sérstaks saksóknara. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, einn stjórnenda bankans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, ákærðir fyrir þátt sinn í lánveitingum Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.vísir/gva20 milljarða króna lánForsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.Sjá einnig:Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Þorvaldur er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAUmfangsmiklar húsleitirRannsókn málsins vakti mikla athygli en tvær umfangsmiklar lögregluaðgerðir vöktu sérstaka athygli. Um var að ræða húsleitir í nóvember 2010 og svo aftur ári síðar. Leitirnar tengdust auk Stím-málsins rannsókn sérstaks saksóknara í fleiri málum, þeirra á meðal Aurum-málinu. Var Lárus Welding meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar leitarinnar 2011. Rannsókn sérstaks saksóknara lauk vorið 2013 og var ákært í málinu tæpu ári síðar eða í febrúar 2014. Athygli vakti að Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður hjá STÍM, var ekki á meðal þriggja ákærðu. Aðalmeðferð mun hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. nóvember en áætlað er að aðalmeðferðinni ljúki rúmri viku síðar eða 25. nóvember. Dómur í héraði ætti að liggja fyrir rétt fyrir jól.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06
Sýknaðir í Vafningsmálinu Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. 13. febrúar 2014 16:15
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25