West Ham datt óvænt út í Rúmeníu | Ragnar og félagar komust áfram 6. ágúst 2015 20:15 Adrian getur sett vegabréfið aftur niður í skúffuna. Það verða engin Evrópuævintýri í ár hjá West Ham. Vísir/Getty Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram) Evrópudeild UEFA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Stjóratíð hins króatíska Slaven Bilic hjá West Ham fer ekki vel af stað en félagið datt í kvöld út úr undankeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-2 tap gegn rúmneska félaginu Astra. West Ham rétt skreið í gegn um maltneska félagið Birkikara í 2. umferð eftir vítaspyrnukeppni en féll úr leik í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli West Ham en Slaven Bilic stillti upp blöndu af lykilleikmönnum og ungum leikmönnum í leiknum í kvöld. Hamrarnir fengu sannkallaða draumabyrjun þegar lánsmaðurinn Manuel Lanzini skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en rúmneska félagið var fljótt að svara. Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Constantin Budescu sneri leiknum heimamönnum í hag og náðu gestirnir frá Englandi ekki að jafna metin og knýja allavegana fram framlengingu. Er þátttöku West Ham í Evrópudeildinni í ár því lokið. Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar lentu í kröppum dansi í Slóvakíu í leik liðsins gegn Slovan Bratislava en þrátt fyrir sigur Slovan Bratislava í kvöld komst Krasnodar áfram eftir að hafa sigrað 2-0 á heimavelli í Rússlandi. Gestirnir frá Rússlandi byrjuðu leikinn af krafti og komust 2-0 yfir eftir ellefu mínútna leik. Var staðan 2-0 fyrir Krasnodar í hálfleik en í seinni hálfleik kom Robert Vittek Slovan Bratislava yfir með því að skora þrennu á tuttugu mínútna kafla. Lengra komust leikmenn Slovan Bratislava ekki en Krasnodar gulltrygði sætið í 4. umferðinni með jöfnunarmarki undir lokin. Þá lék Haukur Heiðar Hauksson allan leikinn í leik AIK og Atromitos í Grikklandi en gríska liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Svíþjóð. Brasilíski leikmaðurinn Marcelinho gerði endanlega út um allar vonir AIK um miðbik seinni hálfleiks þegar hann skoraði eina mark leiksins. Lærisveinar Guud Hiddink í Southampton áttu ekki í vandræðum með gamla félag hans Vitesse Arnheim en Graziano Pelle gerði út um allar vonir hollenska liðsins eftir aðeins fjórar mínútur er hann kom Dýrlingunum í 1-0 og samanlagt í 4-0 í einvíginu. Saido Mane bætti við öðru marki undir lok leiksins og lauk leiknum með 2-0 sigri Dýrlinganna sem mæta Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Úrslit dagsins: Dinamo Minsk 1-1 Zürich (2-1 samanlagt, Dinamo Minsk fer áfram) Vaduz 2-2 Thun (2-2 samanalagt, Thun fer áfram á útivallarmörkum) FC Kaupmannahöfn 2-3 Jablonec (3-3 samanlagt, Jablonec fer áfram á útivallarmörkum) Astra 2-1 West Ham(4-3 samanlagt, Astra fer áfram) St Etienne 1-2 ASA Targu Mures (4-2 samanlagt, St. Etienne fer áfram) Vitesse 0-2 Southampton (0-5 samanlagt, Southampton fer áfram) Zeljeznicar 0-1 St. Liege (1-3 samanlagt, St. Liege fer áfram) Zorya 3-0 Charleroi (5-0 samanalagt, Zorya fer áfram) Trnava 1-1 PAOK (1-2 samanlagt, PAOK fer áfram) Slovan Bratislava 3-3 Krasnodar (3-5 samanlagt, Krasnodar fer áfram) Dortmund 5-0 AC Wolfsberger (6-0 samanlagt, Dortmund fer áfram) Atromitos 1-0 AIK (4-1 samanlagt, Atromitos fer áfram) Aberdeen 1-1 Almaty (2-3 samanlagt, Almaty fer áfram) Legia Varsjá 1-0 Kukesi (4-0 samanlagt, Legia fer áfram) Vojvodina 0-2 Sampdoria (4-2 samanlagt, Vojvodina áfram)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira