Bjarni: Ekki verið að gera þetta neitt auðveldara fyrir okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. júlí 2015 20:40 vísir/stefán „Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn