Bjarni: Ekki verið að gera þetta neitt auðveldara fyrir okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. júlí 2015 20:40 vísir/stefán „Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
„Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21