Ísland tekur á móti fimmtíu flóttamönnum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2015 12:19 Ísland hleypur undir bagga með Grikklandi og Ítalíu og ætlar að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu í október. vísir/epa Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki. Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fólkið kemur frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu og er undirbúningur fyrir móttöku þess þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust að samkomulagi á fundi þeirra í Brussel í gær um flutning rúmlega þrjátíu og tvö þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Löndin tvö eru að þolmörkum komin og var því lögð fram áætlun til að létta á vanda þeirra í apríl síðastliðnum. Ísland var ekki hluti af þeirri áætlun. Matthías Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra, segir viðræður við Schengen-löndin nýlega hafa hafist. Um sé að ræða alþjóðlegt vandamál sem allar þjóðir heims þurfi að takast á við. „Ísland er þarna að skuldbinda sig til að taka þátt í þessu með fyrirvara um að það fáist visst fjármagn frá Alþingi, en Ísland er þarna eins og aðrar Schengen þjóðir að leggja sitt af mörkum til að taka á móti einhverjum hópum og stuðla að lausn á þessu alþjóðlega vandamáli,” segir hann. Ákvörðunin var tekin í samráði við flóttamannaráð og áætlað er að tekið verði á móti fólkinu á tveggja ára tímabili, frá og með október næstkomandi. „Þessi yfirlýsing er mjög í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur verið í flóttamannaráði sem er starfandi í ráðuneytinu. Það er þannig að það hefur verið gert ráð fyrir að taka á móti allt að 25 flóttamönnum á ári svoleiðis að undirbúningur er hafinn.”Hvaða sveitarfélög koma til með að taka á móti fólkinu? „Það liggur ekki fyrir hvaða sveitarfélög munu taka á móti flóttamönnunum. Reykjavík hefur náttúrulega verið duglegust að taka á móti flóttamönnum undanfarin ár en það eru fleiri sveitarfélög sem hafa verið að taka á móti flóttamönnum líka. Til dæmis Hafnarfjörður tók á móti hóp í fyrra,” segir Matthías. Verulega dró úr móttöku á flóttafólki eftir hrun, en frá árinu 2010 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 39 einstaklingum, eða að meðaltali átta einstaklingum á ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að íslensk stjórnvöld taki á móti fleira fólki. Þýskaland mun taka við flestum flóttamönnum, eða um tólf þúsund manns, og Frakkar níu þúsund manns. Austurríki og Ungverjaland neituðu að taka á móti flóttafólki.
Alþingi Tengdar fréttir 32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa Grikkland og Ítalía að þolmörkum komin og verður fólkið því flutt til annarra landa. 21. júlí 2015 07:03