Hollenska móðirin neitaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2015 11:36 Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Vísir/Stefán Hollensk kona á fimmtugsaldri, sem ákærð er fyrir innflutning á um 20 kílóum á fíkniefnum til landsins á föstudaginn langa, neitar sök. Hún ætlar að skila skýrari afstöðu í greinargerð. Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur konunni og íslenskum manni á þrítugsaldri sem er sakaður um að hafa veitt tösku viðtöku sem hann taldi innihalda efnin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hollenska konan kom til landsins ásamt dóttur sinni sem er á táningsaldri. Sú hefur verið í umsjá barnaverndaryfirvalda hér á landi. Í farbannsúrskurði yfir stúlkunni kom fram að hún hefði talið sig vera á leið í frí til Íslands. Móðirin hefði alfarið séð um að pakka í töskurnar.Sjá einnig:Hollenska móðirin notuð í tálbeituaðgerð Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins. Fannst í tveimur ferðatöskum rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og um 10 kíló af MDMA. Í framhaldinu var móðirin notuð sem tálbeita og send á fund Íslendingsins. Hafði efnunum verið skipt út fyrir gerviefni. Íslendingurinn, sem handtekinn var á Hótel Frón í miðbæ Reykjavíkur, fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Hann er talinn hafa ætlað að koma efnunum til ótilgreindra aðila hér á landi en í framhaldinu hafi átt að koma efnunum í söludreifingu. Fyrirtaka í málinu verður í Héraðsdómi Reykjaness í lok ágúst. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska stúlkan: Hélt hún væri á leið í frí til Íslands Hollenska stúlkan segist ekki hafa haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust í farangri hennar. Móðir hennar hafi boðið henni til Íslands og séð alfarið um að pakka í töskur. 19. maí 2015 16:09 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hollensk kona á fimmtugsaldri, sem ákærð er fyrir innflutning á um 20 kílóum á fíkniefnum til landsins á föstudaginn langa, neitar sök. Hún ætlar að skila skýrari afstöðu í greinargerð. Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur konunni og íslenskum manni á þrítugsaldri sem er sakaður um að hafa veitt tösku viðtöku sem hann taldi innihalda efnin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hollenska konan kom til landsins ásamt dóttur sinni sem er á táningsaldri. Sú hefur verið í umsjá barnaverndaryfirvalda hér á landi. Í farbannsúrskurði yfir stúlkunni kom fram að hún hefði talið sig vera á leið í frí til Íslands. Móðirin hefði alfarið séð um að pakka í töskurnar.Sjá einnig:Hollenska móðirin notuð í tálbeituaðgerð Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins. Fannst í tveimur ferðatöskum rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og um 10 kíló af MDMA. Í framhaldinu var móðirin notuð sem tálbeita og send á fund Íslendingsins. Hafði efnunum verið skipt út fyrir gerviefni. Íslendingurinn, sem handtekinn var á Hótel Frón í miðbæ Reykjavíkur, fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Hann er talinn hafa ætlað að koma efnunum til ótilgreindra aðila hér á landi en í framhaldinu hafi átt að koma efnunum í söludreifingu. Fyrirtaka í málinu verður í Héraðsdómi Reykjaness í lok ágúst.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska stúlkan: Hélt hún væri á leið í frí til Íslands Hollenska stúlkan segist ekki hafa haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust í farangri hennar. Móðir hennar hafi boðið henni til Íslands og séð alfarið um að pakka í töskur. 19. maí 2015 16:09 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Hollenska stúlkan: Hélt hún væri á leið í frí til Íslands Hollenska stúlkan segist ekki hafa haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust í farangri hennar. Móðir hennar hafi boðið henni til Íslands og séð alfarið um að pakka í töskur. 19. maí 2015 16:09
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels