Manndráp í Hafnarfirði: Dæmd í 16 ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2015 13:30 Konan bar fyrir sig minnisleysi. vísir/sunna karen Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. Konunni er gert að greiða 3.893.000 krónur í sakarkostnað. Banamein mannsins, sem var fæddur árið 1974, var stungusár. Konan var grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan 12 og 14 þennan dag. Sjá einnig: Þreif blóðið af sambýlismanni sínum áður en hún óskaði eftir aðstoð Danuta neitaði sök við þingfestingu málsins í maí. Við aðalmeðferðina bar hún fyrir sig minnisleysi, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi morguninn örlagaríka og sagðist því ekki geta gert sér grein fyrir því sem átti sér stað í íbúðinni. Fyrir lá í málinu að konan hefði farið, ásamt manninum, með leigubíl í Bónus í Hafnarfirði upp úr klukkan ellefu um morguninn. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því og taldi sig hafa sofið til hádegis, eftir að hafa tilkynnt forföll í vinnu um klukkan sex. Er hún hafi vaknað hafi hún talið manninn vera sofandi. Hún hafi þá fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu og séð örlítið blóð á brjóstkassa mannsins og enni. Hún hafi þrifið blóðið og skipt um föt á manninum, áður en hún hringdi í dóttur sína og óskað eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið hafi verið hringt á lögreglu. Sjá einnig: Ekkert bendir til undirliggjandi vandamála Geðlæknir sem bar vitni í málinu og framkvæmdi sálfræðimat á Danutu sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða, né siðblindu. Hún telji sig ekki færa um slíkan verknað, en þó telji sig ábyrga fyrir honum. Móðir og faðir hins látna fóru hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur í málinu. Móðurinni voru dæmdar 1.386.000 krónur í bætur og föðurnum 1,1 milljónir króna. Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37 Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. Konunni er gert að greiða 3.893.000 krónur í sakarkostnað. Banamein mannsins, sem var fæddur árið 1974, var stungusár. Konan var grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan 12 og 14 þennan dag. Sjá einnig: Þreif blóðið af sambýlismanni sínum áður en hún óskaði eftir aðstoð Danuta neitaði sök við þingfestingu málsins í maí. Við aðalmeðferðina bar hún fyrir sig minnisleysi, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi morguninn örlagaríka og sagðist því ekki geta gert sér grein fyrir því sem átti sér stað í íbúðinni. Fyrir lá í málinu að konan hefði farið, ásamt manninum, með leigubíl í Bónus í Hafnarfirði upp úr klukkan ellefu um morguninn. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því og taldi sig hafa sofið til hádegis, eftir að hafa tilkynnt forföll í vinnu um klukkan sex. Er hún hafi vaknað hafi hún talið manninn vera sofandi. Hún hafi þá fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu og séð örlítið blóð á brjóstkassa mannsins og enni. Hún hafi þrifið blóðið og skipt um föt á manninum, áður en hún hringdi í dóttur sína og óskað eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið hafi verið hringt á lögreglu. Sjá einnig: Ekkert bendir til undirliggjandi vandamála Geðlæknir sem bar vitni í málinu og framkvæmdi sálfræðimat á Danutu sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða, né siðblindu. Hún telji sig ekki færa um slíkan verknað, en þó telji sig ábyrga fyrir honum. Móðir og faðir hins látna fóru hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur í málinu. Móðurinni voru dæmdar 1.386.000 krónur í bætur og föðurnum 1,1 milljónir króna.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37 Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53
Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43
Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36