Fá ekki að fullnýta tollkvóta sinn vegna verkfallsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2015 14:12 Vörur skemmdust er þær fengust ekki leystar úr gámum. vísir/gva Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37