Eldhúsdagsumræður: Verðum að horfast í augu við gerendur kynferðisofbeldis Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2015 22:42 Andrés Ingi Jónsson sagði ríkisstjórnina, þingið og þjóðina verða að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?“ spurði Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri-grænna, í Eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Andrés Ingi fjallaði í ræðu sinni um kvennabyltingu síðustu vikna og mánaða – samfélagsbylgju sem hafi tekið að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem sé að mestu borin uppi af ungum konum. „Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni?“Ótrúleg orka leyst úr læðingiAndrés Ingi sagði ótrúlega orka hafa leyst úr læðingi á Íslandi síðustu vikur og mánuði. „Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag.“ Hann sagðist ekki áður hafa áttað sig á því hvað hrelliklám – eina útgáfu af rafrænu ofbeldi – sé stór hluti af lífi ungra kvenna. „Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar. Forseti, við megum öll vera stolt af þeim,“ sagði Andrés Ingi.Með innviði til að takast á við náttúruhamfarirÞingmaðurinn sagði alla Íslendinga þekkja þolendur ofbeldis og alla þekkja gerendur. Að því leytinu yrðu viðbrögðin við kvennabyltingunni alltaf önnur en við náttúruhamförum, þar sem landmenn hafi verið svo lánsamir að hafa byggt upp innviði til að takast á við flest það sem náttúran láti þá finna fyrir. Sjaldan sé spurt um verðmiða þegar byggja þarf upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup. „Okkur nægir nefnilega ekki að fá almannavarnir til að opna fjöldahjálparmiðstöð og semja aðgerðaráætlun fyrir þolendur ofbeldis, eins og eftir stóran jarðskjálfta. Þótt yfirskrift nýjustu bylgjunnar hafi verið #þöggun og #konurtala, þá væru það til lengdar litið algjörlega ófullnægjandi viðbrögð að láta okkur nægja að hjálpa þolendum ofbeldis að opna sig um reynsluna. Það þarf nefnilega hina hliðina, sem er líklega erfiðasti hlutinn, að horfast í augu við gerendurna.“ Andrés Ingi sagði að nú þyrftum við öll - ríkisstjórnin, þingið og þjóðin – að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“ #FreeTheNipple Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við höfum varið milljörðum til að verjast snjóflóðum, en hvaða upphæðum hefur verið varið til að fræða lögregluþjóna og dómara um eðli og meðferð kynferðisbrotamála?“ spurði Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri-grænna, í Eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Andrés Ingi fjallaði í ræðu sinni um kvennabyltingu síðustu vikna og mánaða – samfélagsbylgju sem hafi tekið að rísa á samfélagsmiðlum undir yfirskrift #FreeTheNipple og síðan tekið á sig ýmsar myndir. Byltingu sem sé að mestu borin uppi af ungum konum. „Hvers vegna gengur ekki hraðar að fjölga kvenkyns dómurum? Hvar eru forvarnarsjóðirnir og forvarnarátökin sem ættu að vera stöðugt í gangi? Hvar eru rannsóknirnar á umfangi og þjóðhagslegum áhrifum ofbeldis, rannsóknirnar á því hvers vegna svo mikill fjöldi kvenna í okkar góða samfélagi hefur orðið fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi eða áreitni?“Ótrúleg orka leyst úr læðingiAndrés Ingi sagði ótrúlega orka hafa leyst úr læðingi á Íslandi síðustu vikur og mánuði. „Þessi orka snýst öll um að úthýsa þögninni, varpa ljósi á samfélagsmein, hrópa á réttlátara og betra samfélag.“ Hann sagðist ekki áður hafa áttað sig á því hvað hrelliklám – eina útgáfu af rafrænu ofbeldi – sé stór hluti af lífi ungra kvenna. „Hversu margar höfðu upplifað það á eigin skinni og hversu margar hafa búið í stöðugum ótta við að viðkvæmum myndum af þeim væri deilt með hverjum sem er, hvenær sem er, hvar sem er. Án þeirra samþykkis. Mér brá, af því að þótt ég vissi af vandanum hafði ég ekki áttað mig á því hversu útbreiddur og hversu alvarlegur vandi hrelliklám væri. En ég fylltist á sama tíma mikilli von og gríðarlegu stolti þegar ég sá þúsundir ungra kvenna standa saman gegn óværunni, fastar fyrir og óhræddar. Forseti, við megum öll vera stolt af þeim,“ sagði Andrés Ingi.Með innviði til að takast á við náttúruhamfarirÞingmaðurinn sagði alla Íslendinga þekkja þolendur ofbeldis og alla þekkja gerendur. Að því leytinu yrðu viðbrögðin við kvennabyltingunni alltaf önnur en við náttúruhamförum, þar sem landmenn hafi verið svo lánsamir að hafa byggt upp innviði til að takast á við flest það sem náttúran láti þá finna fyrir. Sjaldan sé spurt um verðmiða þegar byggja þarf upp eftir jarðskjálfta eða jökulhlaup. „Okkur nægir nefnilega ekki að fá almannavarnir til að opna fjöldahjálparmiðstöð og semja aðgerðaráætlun fyrir þolendur ofbeldis, eins og eftir stóran jarðskjálfta. Þótt yfirskrift nýjustu bylgjunnar hafi verið #þöggun og #konurtala, þá væru það til lengdar litið algjörlega ófullnægjandi viðbrögð að láta okkur nægja að hjálpa þolendum ofbeldis að opna sig um reynsluna. Það þarf nefnilega hina hliðina, sem er líklega erfiðasti hlutinn, að horfast í augu við gerendurna.“ Andrés Ingi sagði að nú þyrftum við öll - ríkisstjórnin, þingið og þjóðin – að hlusta, bregðast við og mæta kröfum byltingarinnar. „Stelpurnar okkar – og strákarnir – eiga það skilið!“
#FreeTheNipple Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira