Blind: Ég hafnaði frábæru tilboði frá Manchester United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 14:30 Blind lék á sínum tíma 42 landsleiki fyrir Holland. vísir/getty Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15
De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00