„Ég ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk að ata mig aur“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 16:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það." Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Hann segir fjölmiðlaumhverfi hafa breyst mikið á undanförnum árum. „Fjölmiðlaflóran er orðin svo miklu fjölbreyttari og fólk er komið meira beint inn á samfélagsmiðlana til þess að tjá skoðanir sínar samstundis, jafnvel innan við mínútu eftir að þú lætur einhver orð falla. Það var ekki alltaf hér frjálst útvarp, bara RÚV og ein sjónvarpsstöð og svo flokksblöðin. Fólk hlustaði bara á sitt flokksblað. Umræður fóru fram á fundum, kaffi- og vinnustofum. Þetta er gjörbreytt og umræðan er orðin annars eðlis. Ég ætla að leyfa mér að segja að hún sé óvægnari, þó að hart hafi verið tekist á um hluti á þinginu og í flokksblöðunum í gamla daga. Menn hafa fyrir því að fara inn á Facebook-síðuna hjá manni og taka mjög djúpt í árina.“ Bjarni segist ekki alltaf hafa tíma til að svara. „En ég gef mér stundum tíma, þegar þannig stendur á. Það kemur mér mjög á óvart hvað fólk er tilbúið til þess að leggja á sig bara til þess að hreyta ónotum í aðra, það er eiginlega alveg ótrúlegt. Það er skuggahliðin á þessari stórkostlegu byltingu sem netið er. Að gefa hverjum og einum tækifæri til að tjá sig hvenær sem er. Skuggahliðin er sú að margir missa sig finnst mér. Það verður bara að horfa framhjá því og leyfa því að gerast. Ég hef ekki verið að loka á þann möguleika fyrir fólk að tjá sig um það sem ég set inn á Facebook. Þeir sem ganga of langt verða fyrir því að ég kasta þeim út eða ég stroka út. Mér finnst menn ekkert eiga opinn, sjálfsagðan rétt á því að fara inn á mína síðu og segja hvað sem er um mig eða það sem ég er að segja. Ég nenni ekkert endilega að vera svara því öllu.“Bjarni segist ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni. „En eg ætla ekki að bjóða upp á svæði fyrir fólk til þess að koma inn og ata mig aur.“ Hann segir mikilvægt að stjórnmálafólk sé reiðubúið að taka þátt í opinni, gagnrýninni umræðu. „Ég er þeirrar skoðuna að þingið og það lýðræðisfyrirkomulag sem við höfum verið að þróa og erum enn að þróa sé stórkostlegt fyrirbæri. Netið og samfélagsmiðlarnir séu að dýpka þetta og breyta til þess betra í öllum meginatriðum. Þetta eru þessar skuggahliðar þar sem menn verða ómálefnalegir, dónalegir, maður verður að leiða það hjá sér. Ég hef hins vegar engar athugasemdir við það að fólk andmæli mér eða lýsi frati á mínum skoðunum yfirhöfuð. Það er allt í lagi, ég geri það reglulega um skoðanir annarra á þinginu.“ Hann segir þó að ríkisstjórnin hafi á köflum fengið óvægna gagnrýni og ekki í öllum tilfellum notið sannmælis. „Er ég brjálaður útaf því? Nei nei. En ég er ekkert feiminn að tala um það."
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira