Umfjöllun og viðtöl: KA - Fjölnir 2-1 | KA í undanúrslit Ólafur Haukur Tómasson á Akureyrarvelli skrifar 6. júlí 2015 17:15 Ævar Ingi Jóhannesson skoraði annað marka KA í kvöld. vísir/stefán KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Pepsi-deildar liðið Fjölni að velli á Akureyrarvelli. Draumabyrjun KA manna var lykillinn að sigrinum en liðið var komið í 2-0 eftir sjö mínútna leik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. KA menn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins þegar aukaspyrna Jóhanns Helgasonar rataði til Davíðs Rúnars Bjarnasonar sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Heimamenn voru ekki lengi að bæta við og mínútu seinna skoraði Ævar Ingi Jóhannesson sem slapp í gegn eftir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Fjölnis og lyfti boltanum yfir Þórð í marki Fjölnis. Kröftug byrjun KA í leiknum kom eins og blaut tuska í andlitið á Fjölni sem tóku tíma til að koma sér aftur í leikinn. Fjölnir sótti að marki KA án þess að skapa alvöru hættu í fyrri hálfleiknum og KA ögruðu á móti og sluppu tvisvar bakvið vörn gestana en náðu ekki að bæta við marki. Heimamenn héldu inn í hálfleik með sanngjarna 2-0 forystu en líklega hafa áhorfendur og leikmenn ekki þorað að slaka á enda liðið annað slagið tekist að tapa niður slíkum forystum í sumar. Leikurinn var með frekar rólegu móti heilt yfir og engin breyting varð á seinni hálfleik. Fjölnismenn komust betur í leikinn sem var heilt yfir nokkuð jafn. Mark Charles Magee minnkaði muninn fyrir gestina snemma í seinni hálfleik og leikurinn opnaðist við það. Liðin sóttu til skiptis en lítið var um almennileg færi og leikurinn fjaraði út. KA menn unnu því stóran sigur og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikarsins.Ágúst Gylfason: Þeir vildu þetta meira „Vð töpuðum leiknum á fyrstu tíu mínútunum,” sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn. KA menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 eftir tæplega tíu mínútna leik og vill Ágúst meina að leikurinn hafi tapast þar. „KA-menn komu grimmir til leiks og refsuðu okkur fyrir okkar mistök, skoruðu tvö mörk og eftir það var á brattann að sækja. Við náðum að minnka muninn en náðum ekki að gera meira. Þeir bara vildu þetta meira og eigum við ekki að segja að þeir hafi unnið okkur mjög sannfærandi? Að tapa og detta úr bikarnum er mjög sárt.” Fjölnir minnkaði muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Einbeitingarleysi í upphafi leiks og hugsanlegt skortur á hungri taldi hann hafa verið þar sem leikurinn tapaðist. „Menn voru bara ekki tilbúnir, gerðu afdrifarík mistök og við reyndum að koma til baka en það var ekki nógu mikil gæði í okkur í dag. Við reyndum að þrýsta á þetta eftir að við minnkuðum muninn en sköpuðum ekki mikil færi og KA menn vörðust þessu vel. Þetta er bara bikarinn og nú getum við einbeitt okkur að deildinni,” sagði Ágúst. „Ég óska KA góðs gengis og vonast til að sjá þá í úrslitum,” bætti Ágúst við, hógvær eftir leik.Bjarni Jóhannsson: Sum lið gefa skít í þessa keppni „Þetta var flottur sigur og massívur leikur – þá sérstaklega framan af leiknum í fyrri hálfleik. Við gerðum tvö mörk snemma og það var það sem færði okkur sigurinn. Við fengum tvö eða þrjú dauðafæri og hefðum viljað ná þriðja markinu til að róa þetta aðeins.” sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA kátur í bragði eftir leikinn. KA hefur haft þann leiðindar djöful að draga í sumar að hafa oft misst niður það sem virðast góðar forystu eða jafnvel unna leikir. Bjarni viðurkennir að skjálfti hafi verið í sér og sínum mönnum en vonandi að þeir nái að taka þessi úrslit með sér inn í framhaldið. „Að sjálfsögðu. Þetta er búið að hanga yfir okkur og vonandi getum við tekið hugarfar eins og við sýndum í dag áfram inn í deildina. Við erum búnir að spila leiki gegn sterkari liðum mjög vel eins og Breiðablik og Fjölni í dag og þeir gefa okkur helling,” sagði Bjarni. KA skoraði tvö mörk snemma leiks sem lagði grunninn að sigrinum. Bjarni vildi meina að þetta hafi allt verið eftir plani og hugarfar í bikarleikjum geti oft ráðið úrslitum. „Það var eftir plani að byrja af krafti og lokka þá framar á völlinn til að geta gefið smá pláss fyrir aftan þá. Við skoruðum eitt slíkt þar sem við komumst fyrir aftan og annað eftir fast leikatriði svo við vorum mjög vel gíraðir í leiknum.” Spurður hvort hann ætti sér einhvern óska mótherja í undanúrslitum þá vildi hann sem minnst segja en helst vildi hann þó fá heimaleik. „Það er alltaf best að fá heimaleiki og forðast ferðalögin en það er orðið mjög stutt í úrslitaleikinn. Þetta er eitthvað sem við getum tekið með okkur í deildina og sendir skilaboð til þeirra liða sem eru enn í keppninni,” sagði Bjarni. Bjarni er ekki ánægður með það hvernig staðið er að mótaniðurröðun í 1. deildinni og bendir hann á að mikið vesen er þegar lið úr þeirri deild kemst langt í bikarnum. Til að mynda hefur þurft að breyta mörgum leikjum liðsins í sumar og gætu þeir líklega orðið fleiri ef vel gengur. Hann skorar á þá sem raða þessu niður að hafa meiri trú á neðrideildarliðunum þegar raðað er niður leikdögum í framtíðinni. „Við ætlum að reyna að fara alla leið en það er mjög erfitt fyrir 1. deildarliðin að komast langt í bikarnum því mótaniðurröðin gerir ekki ráð fyrir því að þau lið komist í átta liða úrslitin. Ég held það sé búið að breyta alveg fjórum eða fimm leikjum hjá okkur út af bikarnum. Þannig maður skilur sum lið sem gefa skít í þessa keppni og það verður að velta því fyrir sér að neðrideildarliðin geti komist áfram í þessum keppnum. Ég skora því á þá sem raða niður mótunum að reikna með að þau geti komist áfram í þessum keppnum næstu árin,” sagði Bjarni. Íslenski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Pepsi-deildar liðið Fjölni að velli á Akureyrarvelli. Draumabyrjun KA manna var lykillinn að sigrinum en liðið var komið í 2-0 eftir sjö mínútna leik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. KA menn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins þegar aukaspyrna Jóhanns Helgasonar rataði til Davíðs Rúnars Bjarnasonar sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Heimamenn voru ekki lengi að bæta við og mínútu seinna skoraði Ævar Ingi Jóhannesson sem slapp í gegn eftir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Fjölnis og lyfti boltanum yfir Þórð í marki Fjölnis. Kröftug byrjun KA í leiknum kom eins og blaut tuska í andlitið á Fjölni sem tóku tíma til að koma sér aftur í leikinn. Fjölnir sótti að marki KA án þess að skapa alvöru hættu í fyrri hálfleiknum og KA ögruðu á móti og sluppu tvisvar bakvið vörn gestana en náðu ekki að bæta við marki. Heimamenn héldu inn í hálfleik með sanngjarna 2-0 forystu en líklega hafa áhorfendur og leikmenn ekki þorað að slaka á enda liðið annað slagið tekist að tapa niður slíkum forystum í sumar. Leikurinn var með frekar rólegu móti heilt yfir og engin breyting varð á seinni hálfleik. Fjölnismenn komust betur í leikinn sem var heilt yfir nokkuð jafn. Mark Charles Magee minnkaði muninn fyrir gestina snemma í seinni hálfleik og leikurinn opnaðist við það. Liðin sóttu til skiptis en lítið var um almennileg færi og leikurinn fjaraði út. KA menn unnu því stóran sigur og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikarsins.Ágúst Gylfason: Þeir vildu þetta meira „Vð töpuðum leiknum á fyrstu tíu mínútunum,” sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn. KA menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 eftir tæplega tíu mínútna leik og vill Ágúst meina að leikurinn hafi tapast þar. „KA-menn komu grimmir til leiks og refsuðu okkur fyrir okkar mistök, skoruðu tvö mörk og eftir það var á brattann að sækja. Við náðum að minnka muninn en náðum ekki að gera meira. Þeir bara vildu þetta meira og eigum við ekki að segja að þeir hafi unnið okkur mjög sannfærandi? Að tapa og detta úr bikarnum er mjög sárt.” Fjölnir minnkaði muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Einbeitingarleysi í upphafi leiks og hugsanlegt skortur á hungri taldi hann hafa verið þar sem leikurinn tapaðist. „Menn voru bara ekki tilbúnir, gerðu afdrifarík mistök og við reyndum að koma til baka en það var ekki nógu mikil gæði í okkur í dag. Við reyndum að þrýsta á þetta eftir að við minnkuðum muninn en sköpuðum ekki mikil færi og KA menn vörðust þessu vel. Þetta er bara bikarinn og nú getum við einbeitt okkur að deildinni,” sagði Ágúst. „Ég óska KA góðs gengis og vonast til að sjá þá í úrslitum,” bætti Ágúst við, hógvær eftir leik.Bjarni Jóhannsson: Sum lið gefa skít í þessa keppni „Þetta var flottur sigur og massívur leikur – þá sérstaklega framan af leiknum í fyrri hálfleik. Við gerðum tvö mörk snemma og það var það sem færði okkur sigurinn. Við fengum tvö eða þrjú dauðafæri og hefðum viljað ná þriðja markinu til að róa þetta aðeins.” sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA kátur í bragði eftir leikinn. KA hefur haft þann leiðindar djöful að draga í sumar að hafa oft misst niður það sem virðast góðar forystu eða jafnvel unna leikir. Bjarni viðurkennir að skjálfti hafi verið í sér og sínum mönnum en vonandi að þeir nái að taka þessi úrslit með sér inn í framhaldið. „Að sjálfsögðu. Þetta er búið að hanga yfir okkur og vonandi getum við tekið hugarfar eins og við sýndum í dag áfram inn í deildina. Við erum búnir að spila leiki gegn sterkari liðum mjög vel eins og Breiðablik og Fjölni í dag og þeir gefa okkur helling,” sagði Bjarni. KA skoraði tvö mörk snemma leiks sem lagði grunninn að sigrinum. Bjarni vildi meina að þetta hafi allt verið eftir plani og hugarfar í bikarleikjum geti oft ráðið úrslitum. „Það var eftir plani að byrja af krafti og lokka þá framar á völlinn til að geta gefið smá pláss fyrir aftan þá. Við skoruðum eitt slíkt þar sem við komumst fyrir aftan og annað eftir fast leikatriði svo við vorum mjög vel gíraðir í leiknum.” Spurður hvort hann ætti sér einhvern óska mótherja í undanúrslitum þá vildi hann sem minnst segja en helst vildi hann þó fá heimaleik. „Það er alltaf best að fá heimaleiki og forðast ferðalögin en það er orðið mjög stutt í úrslitaleikinn. Þetta er eitthvað sem við getum tekið með okkur í deildina og sendir skilaboð til þeirra liða sem eru enn í keppninni,” sagði Bjarni. Bjarni er ekki ánægður með það hvernig staðið er að mótaniðurröðun í 1. deildinni og bendir hann á að mikið vesen er þegar lið úr þeirri deild kemst langt í bikarnum. Til að mynda hefur þurft að breyta mörgum leikjum liðsins í sumar og gætu þeir líklega orðið fleiri ef vel gengur. Hann skorar á þá sem raða þessu niður að hafa meiri trú á neðrideildarliðunum þegar raðað er niður leikdögum í framtíðinni. „Við ætlum að reyna að fara alla leið en það er mjög erfitt fyrir 1. deildarliðin að komast langt í bikarnum því mótaniðurröðin gerir ekki ráð fyrir því að þau lið komist í átta liða úrslitin. Ég held það sé búið að breyta alveg fjórum eða fimm leikjum hjá okkur út af bikarnum. Þannig maður skilur sum lið sem gefa skít í þessa keppni og það verður að velta því fyrir sér að neðrideildarliðin geti komist áfram í þessum keppnum. Ég skora því á þá sem raða niður mótunum að reikna með að þau geti komist áfram í þessum keppnum næstu árin,” sagði Bjarni.
Íslenski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira