Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 13:20 Baltasar Kormákur er leikstjóri Ófærðar. mynd/universal Kvikmyndafyrirtækið Sögn ehf. fær 500 þúsund evrur, eða tæpar 75 milljónir króna fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ófærð, eða Trapped, frá menningar- og kvikmyndaáætlun ESB. Í tilkynningu frá Rannís kemur fram að þetta sé langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB, eða frá árinu 1992. Ófærð er stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem Sögn hefur tekist á við og búið er að forselja þættina vítt og breitt um heiminn, en þau Baltasar Kormákur og Agnes Johansen standa að verkefninu. Einnig fékk annað íslenskt fyrirtæki, TV Compass úthlutað 46.920 evrum til kvikmyndagerðar fyrir Yarn the Movie. Samtals nemur úthlutun til íslenskra aðila því nærri 82 milljónum króna. Að þessu sinni bárust 52 evrópskar umsóknir og fengu 25 þeirra brautargengi. Af heildarúthlutuninni, sem nemur 4.700.498 evrum, fá ofangreind íslensk fyrirtæki 12% í sinn hlut. Menning Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið Sögn ehf. fær 500 þúsund evrur, eða tæpar 75 milljónir króna fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ófærð, eða Trapped, frá menningar- og kvikmyndaáætlun ESB. Í tilkynningu frá Rannís kemur fram að þetta sé langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB, eða frá árinu 1992. Ófærð er stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem Sögn hefur tekist á við og búið er að forselja þættina vítt og breitt um heiminn, en þau Baltasar Kormákur og Agnes Johansen standa að verkefninu. Einnig fékk annað íslenskt fyrirtæki, TV Compass úthlutað 46.920 evrum til kvikmyndagerðar fyrir Yarn the Movie. Samtals nemur úthlutun til íslenskra aðila því nærri 82 milljónum króna. Að þessu sinni bárust 52 evrópskar umsóknir og fengu 25 þeirra brautargengi. Af heildarúthlutuninni, sem nemur 4.700.498 evrum, fá ofangreind íslensk fyrirtæki 12% í sinn hlut.
Menning Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48