Gullöld framundan í Grafarvoginum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:00 Þórir Guðjónsson er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/vilhelm Fjölnir hefur aldrei endað ofar en í sjötta sæti í efstu deild og aldrei verið meðal þeirra bestu lengur en í tvö ár í senn. Nú lítur út fyrir að þetta kornunga félag sé loksins búið að slíta barnsskónum og tilbúið að festa sig í sessi í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn hafa komið flestum á óvart með frábærri byrjun sinni í Pepsi-deildinni og eftir þriðja sigur sinn í röð í fyrrakvöld er liðið í þriðja sæti deildarinnar og þegar búið að vinna jafnmarga leiki og allt síðasta tímabil. Annað tímabilið hefur oft reynst liðum erfitt og það eru mörg dæmi um það. Víkingsliðið í sumar er til dæmis áttunda liðið á öðru ári í tólf liða deild sem nær ekki að vinna tvo eða fleiri leiki í fyrstu átta umferðunum. Inn á milli tekst þó liðum að byggja ofan á nýliðatímabilið og festa sig í deildinni. Byrjun Grafarvogspilta ætti að vera upphafið að einhverju meira ef marka má súper-byrjanir liða á sínu öðru ári.Enginn gert betur en Fram Framarar komu aftur upp í efstu deild sumarið 1984 og náðu þá fjórða sæti sem nýliðar. Liðið byrjaði síðan sumarið 1985 frábærlega þar sem það náði í 22 stig í fyrstu átta leikjunum og var með átta stiga forskot á toppnum þegar tímabilið var nærri því hálfnað. Framarar gáfu eftir í seinni umferðinni en urðu bikarmeistarar. Þeir áttu síðan eftir að vinna stóran titil næstu fimm árin þar af urðu þeir þrisvar sinnum Íslandsmeistarar; 1986, 1988 og 1990.Grafarvogsbúar hafa fjölmennt á völlinn í sumar.vísir/vilhelmSögulegt hjá Skagamönnum Skagamenn skrifuðu söguna með því að verða Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992 og sigurganga þeirra hélt áfram. Þeir fengu 21 stig í fyrstu átta leikjum sínum sumarið 1993 og enduðu það síðan sem tvöfaldir meistarar. Skagamenn urðu síðan Íslandsmeistarar í þrjú ár til viðbótar. Það er enginn að fara að ætlast til þess að Fjölnismenn fari að safna titlum á næstu árum en þeir gætu kannski komið sér eins vel fyrir í deildinni og Fylkismenn gerðu í upphafi aldarinnar. Fylkir náði þá jafnmörgum stigum og Fjölnir í sumar í fyrstu átta leikjum sínum á öðru ári. Fylkismenn unnu bikarinn það ár sem og það næsta og þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að landa þeim stóra þá hefur það spilað í efstu deild allar götur síðan og lengst allra af liðunum í Pepsi-deildinni í sumar fyrir utan KR. Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í sigrinum á Leikni og hafa þeir félagar þegar skorað mörg af flottari mörkum tímabilsins. Þórir hefur nú skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins og samtals fimm mörk í deildinni en Aron virðist nú vera að springa út eftir að hafa lofað mjög góðu með flottri frammistöðu nokkrum sinnum í fyrrasumar. Það er þó ekki síður varnarleikur liðsins sem er að leggja grunninn að velgengninni sem og það að heimavöllur liðsins hefur lifnað við eftir dapra mætingu í fyrra. Nú hafa mætt yfir þúsund manns að meðaltali á fyrstu fimm leikina og Fjölnisstrákarnir hafa séð til þess inni á vellinum að þar er einn allra besti heimavöllur deildarinnar í dag. Fjölnisvörnin hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjum sínum og 13 af 17 stigum liðsins hafa komið í hús á Fjölnisvellinum. Eftir 2-0 tap á KR-vellinum í 3. umferðinni leit ekki út fyrir að eitthvað spennandi væri í bígerð hjá Grafarvogsliðinu en nú fimm leikjum síðar hefur liðið náð í 13 stig í viðbót og unnið alla leiki nema þegar það gerði 3-3 jafntefli við Val á Vodafonevellinum. Hvort þessi frábæra byrjun sé ávísun á komandi gullöld í Grafarvoginum er óvíst, en miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum þá eru Fjölnismenn komnir til að vera í Pepsi-deildinni og hafa fyrir löngu sparkað annars árs draugunum yfir Gullinbrúna og í átt að Fossvoginum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Fjölnir hefur aldrei endað ofar en í sjötta sæti í efstu deild og aldrei verið meðal þeirra bestu lengur en í tvö ár í senn. Nú lítur út fyrir að þetta kornunga félag sé loksins búið að slíta barnsskónum og tilbúið að festa sig í sessi í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn hafa komið flestum á óvart með frábærri byrjun sinni í Pepsi-deildinni og eftir þriðja sigur sinn í röð í fyrrakvöld er liðið í þriðja sæti deildarinnar og þegar búið að vinna jafnmarga leiki og allt síðasta tímabil. Annað tímabilið hefur oft reynst liðum erfitt og það eru mörg dæmi um það. Víkingsliðið í sumar er til dæmis áttunda liðið á öðru ári í tólf liða deild sem nær ekki að vinna tvo eða fleiri leiki í fyrstu átta umferðunum. Inn á milli tekst þó liðum að byggja ofan á nýliðatímabilið og festa sig í deildinni. Byrjun Grafarvogspilta ætti að vera upphafið að einhverju meira ef marka má súper-byrjanir liða á sínu öðru ári.Enginn gert betur en Fram Framarar komu aftur upp í efstu deild sumarið 1984 og náðu þá fjórða sæti sem nýliðar. Liðið byrjaði síðan sumarið 1985 frábærlega þar sem það náði í 22 stig í fyrstu átta leikjunum og var með átta stiga forskot á toppnum þegar tímabilið var nærri því hálfnað. Framarar gáfu eftir í seinni umferðinni en urðu bikarmeistarar. Þeir áttu síðan eftir að vinna stóran titil næstu fimm árin þar af urðu þeir þrisvar sinnum Íslandsmeistarar; 1986, 1988 og 1990.Grafarvogsbúar hafa fjölmennt á völlinn í sumar.vísir/vilhelmSögulegt hjá Skagamönnum Skagamenn skrifuðu söguna með því að verða Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992 og sigurganga þeirra hélt áfram. Þeir fengu 21 stig í fyrstu átta leikjum sínum sumarið 1993 og enduðu það síðan sem tvöfaldir meistarar. Skagamenn urðu síðan Íslandsmeistarar í þrjú ár til viðbótar. Það er enginn að fara að ætlast til þess að Fjölnismenn fari að safna titlum á næstu árum en þeir gætu kannski komið sér eins vel fyrir í deildinni og Fylkismenn gerðu í upphafi aldarinnar. Fylkir náði þá jafnmörgum stigum og Fjölnir í sumar í fyrstu átta leikjum sínum á öðru ári. Fylkismenn unnu bikarinn það ár sem og það næsta og þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að landa þeim stóra þá hefur það spilað í efstu deild allar götur síðan og lengst allra af liðunum í Pepsi-deildinni í sumar fyrir utan KR. Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörk Fjölnis í sigrinum á Leikni og hafa þeir félagar þegar skorað mörg af flottari mörkum tímabilsins. Þórir hefur nú skorað í fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins og samtals fimm mörk í deildinni en Aron virðist nú vera að springa út eftir að hafa lofað mjög góðu með flottri frammistöðu nokkrum sinnum í fyrrasumar. Það er þó ekki síður varnarleikur liðsins sem er að leggja grunninn að velgengninni sem og það að heimavöllur liðsins hefur lifnað við eftir dapra mætingu í fyrra. Nú hafa mætt yfir þúsund manns að meðaltali á fyrstu fimm leikina og Fjölnisstrákarnir hafa séð til þess inni á vellinum að þar er einn allra besti heimavöllur deildarinnar í dag. Fjölnisvörnin hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjum sínum og 13 af 17 stigum liðsins hafa komið í hús á Fjölnisvellinum. Eftir 2-0 tap á KR-vellinum í 3. umferðinni leit ekki út fyrir að eitthvað spennandi væri í bígerð hjá Grafarvogsliðinu en nú fimm leikjum síðar hefur liðið náð í 13 stig í viðbót og unnið alla leiki nema þegar það gerði 3-3 jafntefli við Val á Vodafonevellinum. Hvort þessi frábæra byrjun sé ávísun á komandi gullöld í Grafarvoginum er óvíst, en miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum þá eru Fjölnismenn komnir til að vera í Pepsi-deildinni og hafa fyrir löngu sparkað annars árs draugunum yfir Gullinbrúna og í átt að Fossvoginum
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00